Bezos ætlar að leggja milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 23:18 Bezos ætti ekki að muna um að leggja sitt af mörkum enda er hann talinn ríkasti maður heims með eignir sem eru metnar á tugi þúsunda milljarða króna. Vísir/EPA Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020 Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020
Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30