Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 12:47 Regína Ástvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar koma saman til fundar klukkan eitt í dag. Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. Atkvæðagreiðslu BSRB um verkfallsaðgerðir líkur í dag. Efling gerði Reykjavíkurborg tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en trúnaður ríkir um innihald tilboðs.Sjá einnig: „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Í dag er þriðji dagurinn í ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Regína Ástvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar, segir stöðuna krefjandi. „Þegar við erum ekki með þrif inni á heimilum, til dæmis hjá eldri borgurum og hjá fötluðum einstaklingum þá mun það auðvitað fara að hafa áhrif þegar það eru komnir fleiri en einn eða tveir dagar,“ segir Regína. Það muni um þær undanþágur sem fengist hafa vegna þjónustu við viðkvæmustu hópana. „Við höfum heldur ekki getað verið með baðþjónustu eins og við erum með hefðbundið en höfum þó fengið undanþágu, eins og inni á hjúkrunarheimilum, fyrir böðum.“ Af 450 stöðugildum og 700 starfsmönnum sviðsins sem eru í Eflingu hafa verið veittar undanþágur fyrir um 300 stöðugildum. „Það skiptir mjög miklu máli núna þegar verkfallið er að dragast á langinn þá fara að koma í ljós meiri og meiri vandamál og við skoðum stöðuna auðvitað með okkar forstöðumönnum á hverjum einasta degi,“ segir Regína. Verkfallið bitni á um 1300 þjónustunotendum á velferðarsviði, að teknu tilliti til undanþága. Þá sé álagið mikið á annað starfsfólk. „Við höfum áhyggjur af því að það reyni á þá sem eru til staðar en við reynum hins vegar að gæta mjög vel að þeim og forstöðumenn eru alltaf á vaktinni og hlaupa til ef svo ber undir.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira