Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira