Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2020 23:00 Muhammed hélt upp á sjö ára afmælið sitt í dag, tveimur dögum fyrir brottvísun. Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira