Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2020 23:00 Muhammed hélt upp á sjö ára afmælið sitt í dag, tveimur dögum fyrir brottvísun. Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sjö ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. UNICEF á Íslandi vill að yfirvöld horfi meira til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að ákvörðunarferli í slíkum málum. Mál fjölskyldunnar hefur vakið nokkra athygli undanfarna daga og hafa nú yfir tíu þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld hætti við brottvísun fjölskyldunnar. Óskuðu eftir alþjóðlegri vernd RÚV greindi frá því að foreldrar Muhammed, Faisal og Niha Khan, sem eru frá Pakistan, hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi fyrir sig og son sinn síðla árs 2017. Beiðni þeirra hefur nú verið synjað eftir yfir tveggja ára langan málsmeðferðartíma. Faisal og Niha Khan giftu sig í Pakistan þrátt fyrir að fjölskylda konunnar hafi verið búin að semja um brúðkaup hennar og annars manns sem var frændi hennar. „Muhammed verður vísað til Pakistan, þangað sem hann hefur aldrei komið og foreldrar hans hafa ekki dvalið undanfarin tíu ár. Fjölskyldan hefur ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan, landinu sem þau flúðu, og ljóst að staða barnsins verður verri en hér á landi,“ segir í tilkynningu frá fulltrúum Réttindaráðsins. Gagnrýna stuttan fyrirvara Gagnrýnir hópurinn einnig að drengnum verði vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni með einungis tíu daga fyrirvara. Vesturbæjarskóli er einn Réttindaskóla UNICEF sem felur meðal annars í sér að Barnasáttmáli SÞ sé lagður til grundvallar öllu starfi skólans. „Við teljum það ekki samræmast markmiðum sáttmálans að rífa barn upp með rótum úr umhverfi sem það aðlagast vel í meira en tvö ár af stuttri ævi, kynnst menningu, eignast vini og lært tungumálið, og senda það út í óvissuna án þess að tryggja öryggi þess í nýju landi.“ Þá hvetur hópurinn stjórnvöld til þess að „setja það sem barninu er fyrir bestu í forgang og hætta við brottvísun fjölskyldunnar.“ Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.UNICEF Mál oft ekki unnin út frá hagsmunum barns Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, telur að það þjóni betur hagsmunum Muhammed að vera áfram hér á landi. „Nú er ég ekki með öll gögn í málinu en það líkist öðrum málum og það er erfitt að áætla að það sé best fyrir hagsmuni barns að vera sent til lands þar sem hann hefur í rauninni ekki slitið barnsskónum í.“ Hann segir að oft séu mál þar sem brottvísun kemur til álita unnin út frá fjölskyldunni þegar þau ættu að vera unnin út frá hagsmunum barns. Vill að Barnasáttmáli SÞ sé betur innleiddur „Okkur hjá UNICEF finnst oft vanta upp á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sé nýttur nægilega vel sem gæðastjórnunartæki í ákvörðunarferli yfirvalda, ekki síst þegar kemur að málefnum hælisleitenda og tilfelli brottvikninga.“ Bergsteinn kallar eftir því að Barnasáttmálinn verði betur innleiddur inn í íslenskt regluverk svo það sé hægt að nýta hann í auknum mæli til þess að taka mannúðlegar ákvarðanir byggðar á mannréttindum.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira