Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:06 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi.Kári lauk fundinum í gær með erindi sínu BMI og heilinn. Áður höfðu á mælendaskrá verið Alma D. Möller, landlæknir, læknarnir Ragnar Bjarnason og Tryggvi Helgason auk erfðafræðingsins Þorgeirs Þorgeirssonar.Var Kári gagnrýndur fyrir að ummæli sem sneru að tengslum offitu og greindar.„Ef þið takið fjölgena score fyrir offitu, takið allar þær breytur í erfðamenginu sem hafa áhrif á BMI-stuðul og búið til úr því score. Því hærra score því líklegra er að þú sért mjög feitur. Svo skoðið þið þetta score í tengslum við ýmislegt annað. Til dæmis eftir því sem þið eruð með hærra score fyrir offitu, þeim mun verr gengur ykkur á gáfnaprófum. Það eru sömu frábrigðin í starfi heilans sem gera menn dálítið vitlausa sem það að verkum að menn hafi arfgenga tilhneigingu til þess að verða feitir,“ sagði Kári í erindi sínu. Æi getur einhver plís hringt í Kára og útskýrt fyrir honum margvísleg félagsleg og líkamleg áhrif stéttaskiptingar? pic.twitter.com/Vbj0bJrW4Z— Dr. Sunna (@sunnasim) February 1, 2020 Kári hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook-síðu sinni. „Ég sagði aldrei að feitt fólk væri heimskt enda hefði það bæði verið rangt og ósmekklegt,“ segir Kári og bendir á, máli sínu til stuðnings, að Þorgeir Þorgeirsson sem einnig talaði á fundinum væri bæði gildari og gáfaðari en Kári sjálfur. Í öðrum punkti sínum segir Kári það staðreynd en ekki skoðun að því meiri arfgenga tilhneigingu sem menn hefðu til þess að fitna þeim mun ver gengi á gáfnaprófum. Þó sé eingöngu verið að tala um meðaltal. „Sumir þeirra sem eru með mikla arfgenga tilhneigingu til þess að fitna eru bæði grannir og mjög gáfaðir, aðrir feitir og mjög gáfaðir og þeir þriðju grannir og vitlausir,“ skrifar Kári.„Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum, ég var einfaldlega að tala um niðurstöður rannsókna. Ég var að tala um staðreyndir. Að vanda fara staðreyndir misjafnlega vel í fólk,“ skrifar Kári í lok pistilsins en hann má lesa í heild sinni hér að neðan.
Heilbrigðismál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“