Maður vopnaður sveðju skotinn af lögreglu í London Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:43 Frá aðgerðum lögreglu í London. Getty/Holly Adams Vopnaður maður hefur verið skotinn til bana af lögreglu nærri Streatham High Road í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar London. Lögreglan í borginni segir manninn grunaðan um að hafa stungið fjölda fólks í Streatham hverfi. Guardian greinir frá. Í færslu á Twitter-síðu sinni segir Lögreglan að litið sé á atvikið sé tengt hryðjuverkastarfsemi. Vitni hafa lýst því að hafa heyrt þrjú byssuskot á svæðinu. Haft er eftir hinum 19 ára Gulled Bulhan að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður sveðju og með málmhylki utan á klæðum sínum. Sagði Bulhan að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi veitt manninum eftirför og síðar skotið hann. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafa báðir tjáð sig um atvikið. Johnson þakkaði viðbragðsaðilum fyrir störf sín og sagðist hugsa til þeirra slösuðu. „Hryðjuverkamenn reyna að tvístra okkur og eyðileggja lifnaðarhætti okkar. Hér í Lundúnum munum við aldrei leyfa þeim að ná sínu fram,“ sagði í yfirlýsingu Khan. Mikill fjöldi lögreglu og sjúkrabíla voru á staðnum og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Fólk hefur verið hvatt til að halda sig frá svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING UPDATE!! Police in #London#streatham have shot a suspect after stabbing several people. In this footage undercover officers warning people to get away because they suspect, the attacker as possible suicide bomber. pic.twitter.com/D2cXO6iYPo— News flash (@BRNewsFlash) February 2, 2020 #INCIDENT A man has been shot by armed officers in #Streatham. At this stage it is believed a number of people have been stabbed. The circumstances are being assessed; the incident has been declared as terrorist-related. Please follow @metpoliceuk for updates— Metropolitan Police (@metpoliceuk) February 2, 2020 Bretland England Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Vopnaður maður hefur verið skotinn til bana af lögreglu nærri Streatham High Road í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar London. Lögreglan í borginni segir manninn grunaðan um að hafa stungið fjölda fólks í Streatham hverfi. Guardian greinir frá. Í færslu á Twitter-síðu sinni segir Lögreglan að litið sé á atvikið sé tengt hryðjuverkastarfsemi. Vitni hafa lýst því að hafa heyrt þrjú byssuskot á svæðinu. Haft er eftir hinum 19 ára Gulled Bulhan að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður sveðju og með málmhylki utan á klæðum sínum. Sagði Bulhan að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi veitt manninum eftirför og síðar skotið hann. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafa báðir tjáð sig um atvikið. Johnson þakkaði viðbragðsaðilum fyrir störf sín og sagðist hugsa til þeirra slösuðu. „Hryðjuverkamenn reyna að tvístra okkur og eyðileggja lifnaðarhætti okkar. Hér í Lundúnum munum við aldrei leyfa þeim að ná sínu fram,“ sagði í yfirlýsingu Khan. Mikill fjöldi lögreglu og sjúkrabíla voru á staðnum og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Fólk hefur verið hvatt til að halda sig frá svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING UPDATE!! Police in #London#streatham have shot a suspect after stabbing several people. In this footage undercover officers warning people to get away because they suspect, the attacker as possible suicide bomber. pic.twitter.com/D2cXO6iYPo— News flash (@BRNewsFlash) February 2, 2020 #INCIDENT A man has been shot by armed officers in #Streatham. At this stage it is believed a number of people have been stabbed. The circumstances are being assessed; the incident has been declared as terrorist-related. Please follow @metpoliceuk for updates— Metropolitan Police (@metpoliceuk) February 2, 2020
Bretland England Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira