Maður vopnaður sveðju skotinn af lögreglu í London Andri Eysteinsson skrifar 2. febrúar 2020 15:43 Frá aðgerðum lögreglu í London. Getty/Holly Adams Vopnaður maður hefur verið skotinn til bana af lögreglu nærri Streatham High Road í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar London. Lögreglan í borginni segir manninn grunaðan um að hafa stungið fjölda fólks í Streatham hverfi. Guardian greinir frá. Í færslu á Twitter-síðu sinni segir Lögreglan að litið sé á atvikið sé tengt hryðjuverkastarfsemi. Vitni hafa lýst því að hafa heyrt þrjú byssuskot á svæðinu. Haft er eftir hinum 19 ára Gulled Bulhan að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður sveðju og með málmhylki utan á klæðum sínum. Sagði Bulhan að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi veitt manninum eftirför og síðar skotið hann. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafa báðir tjáð sig um atvikið. Johnson þakkaði viðbragðsaðilum fyrir störf sín og sagðist hugsa til þeirra slösuðu. „Hryðjuverkamenn reyna að tvístra okkur og eyðileggja lifnaðarhætti okkar. Hér í Lundúnum munum við aldrei leyfa þeim að ná sínu fram,“ sagði í yfirlýsingu Khan. Mikill fjöldi lögreglu og sjúkrabíla voru á staðnum og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Fólk hefur verið hvatt til að halda sig frá svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING UPDATE!! Police in #London#streatham have shot a suspect after stabbing several people. In this footage undercover officers warning people to get away because they suspect, the attacker as possible suicide bomber. pic.twitter.com/D2cXO6iYPo— News flash (@BRNewsFlash) February 2, 2020 #INCIDENT A man has been shot by armed officers in #Streatham. At this stage it is believed a number of people have been stabbed. The circumstances are being assessed; the incident has been declared as terrorist-related. Please follow @metpoliceuk for updates— Metropolitan Police (@metpoliceuk) February 2, 2020 Bretland England Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Vopnaður maður hefur verið skotinn til bana af lögreglu nærri Streatham High Road í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar London. Lögreglan í borginni segir manninn grunaðan um að hafa stungið fjölda fólks í Streatham hverfi. Guardian greinir frá. Í færslu á Twitter-síðu sinni segir Lögreglan að litið sé á atvikið sé tengt hryðjuverkastarfsemi. Vitni hafa lýst því að hafa heyrt þrjú byssuskot á svæðinu. Haft er eftir hinum 19 ára Gulled Bulhan að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður sveðju og með málmhylki utan á klæðum sínum. Sagði Bulhan að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi veitt manninum eftirför og síðar skotið hann. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hafa báðir tjáð sig um atvikið. Johnson þakkaði viðbragðsaðilum fyrir störf sín og sagðist hugsa til þeirra slösuðu. „Hryðjuverkamenn reyna að tvístra okkur og eyðileggja lifnaðarhætti okkar. Hér í Lundúnum munum við aldrei leyfa þeim að ná sínu fram,“ sagði í yfirlýsingu Khan. Mikill fjöldi lögreglu og sjúkrabíla voru á staðnum og þyrlur sveimuðu yfir svæðinu. Fólk hefur verið hvatt til að halda sig frá svæðinu.Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING UPDATE!! Police in #London#streatham have shot a suspect after stabbing several people. In this footage undercover officers warning people to get away because they suspect, the attacker as possible suicide bomber. pic.twitter.com/D2cXO6iYPo— News flash (@BRNewsFlash) February 2, 2020 #INCIDENT A man has been shot by armed officers in #Streatham. At this stage it is believed a number of people have been stabbed. The circumstances are being assessed; the incident has been declared as terrorist-related. Please follow @metpoliceuk for updates— Metropolitan Police (@metpoliceuk) February 2, 2020
Bretland England Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira