Hringferð fyrir kröftugt atvinnulíf Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 6. febrúar 2020 09:00 Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er forsenda hagsældar og velferðar og þar munar ekki síst um lítil og meðalstór fyrirtæki í verslun, þjónustu, framleiðslu og nýsköpun af öllum toga. Slíkur rekstur er í raun lífæð atvinnulífsins og mikilvægt að slíkum fyrirtækjum vegni vel. Þess vegna leggur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sérstaka áherslu á að heimsækja lítil og meðalstór fyrirtæki í hringferð sinni um landið að þessu sinni. Þingflokkurinn heimsækir tugi sveitarfélaga á næstu vikum, heldur opna fundi og heimsækir vinnustaði. Það styrkir okkur í okkar störfum að hitta fólkið í landinu og heyra þeirra sögur og sjónarmið. Kjördæmavikan, þegar hlé er gert á þingstörfum, hefur jafnan gefið þingmönnum tækifæri til að sinna eigin kjördæmum. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur breytt þessu en nú fara allir þingmenn flokksins saman um landið allt. Þannig heyra þingmennirnir þau sjónarmið sem brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Þetta gefur okkur heildstæða sýn á hagsmuni fólksins í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita, landsbyggðar eða höfuðborgarsvæðis. Hringferðin hefst í Reykjavík Hringferðin hefst í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið 6. febrúar á Kaffi Reykjavík með ávörpum formanns og oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Að því loknu gefst fólki tækifæri til að eiga milliliðalaust spjall við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sami háttur verður hafður á um landið allt á næstu vikum en strax á föstudaginn liggur leiðin vestur á firði, þaðan verður farið um allt Norðurland og yfir á Austfirði. Þetta er bara fyrsti leggur ferðar en markmiðið er sem fyrr að heimsækja sem flest byggðarlög landsins. Við erum á réttri leið og hlökkum til ferðalagsins. Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar