Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Heung-Min Son og Serge Aurier fagna sigurmarki Kóreumannsins. Getty/Charlotte Wilson Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn