Segja Árna með 150 milljónir í laun, ekki 200 Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:02 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, lækkaði umtalsvert í launum í dag. Marel Vegna „mannlegra mistaka“ og tvítalningar var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagður vera með hærri laun í nýbirtum ársreikningi félagsins en hann var með í raun og veru - að sögn Marels. Árslaun hans námu því ekki 200 milljónum króna eins og sagði í ranga ársreikningnum, heldur 150 milljónum. Vefmiðlar landsins höfðu gert sér mat úr þessum launagreiðslum til Árna á síðasta ári. Laun, kaupaukar og hlunnindi hans námu, fyrir leiðréttinguna nú síðdegis, um 200 milljónum króna árið 2019 sem gera í kringum 17 milljónir á mánuði. Sundurliðun á launum hans mátti finna í skýringu 29 í ársreikningnum, sem sjá má hér að neðan. Fyrri útgáfa ársreikningsins. Marel sendi hins vegar frá sér leiðréttingu til Kauphallarinnar nú á fjórða tímanum þar sem umrædd skýring er leiðrétt. Það sé ekki rétt að laun og hlunnindi Árna hafi numið 1,06 milljónum evra, 150 milljónum króna í fyrra eins og sagði í skýringunni. Hið rétta er þessi liður í launum Árna nam aðeins 680 þúsund evra, 93 milljónum króna. Aðrir liðir í launagreiðslum Árna, eins og kaupaukagreiðslur, eru þó óbreyttir. Heildarlaun hans námu því ekki 1,4 milljónum evra eins og fyrri ársreikningur sagði, heldur 1,060 milljónum. Það gera um 150 milljónir íslenskra króna. Ný útgáfa ársreikningsins. Í samtali við Vísi segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla hjá Marel, að um leiðinda mannleg mistök hafi verið að ræða. Liður í launagreiðslum Árna hafa verið tvítalinn og var hann því sagður með hærri laun í gamla ársreikningnum. Aðspurð um hvernig þetta gat gerst, í ljósi þess að endurskoðendur á vegum KPMG kvittuðu upp á ársreikninginn, segir Auðbjörg ekki hafa nein svör við því. Þetta hafi verið mistök sem nú sé búið að leiðrétta. Hún segist jafnframt gera ráð fyrir að aðrir þættir ársreikningsins séu réttir. Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Vegna „mannlegra mistaka“ og tvítalningar var Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, sagður vera með hærri laun í nýbirtum ársreikningi félagsins en hann var með í raun og veru - að sögn Marels. Árslaun hans námu því ekki 200 milljónum króna eins og sagði í ranga ársreikningnum, heldur 150 milljónum. Vefmiðlar landsins höfðu gert sér mat úr þessum launagreiðslum til Árna á síðasta ári. Laun, kaupaukar og hlunnindi hans námu, fyrir leiðréttinguna nú síðdegis, um 200 milljónum króna árið 2019 sem gera í kringum 17 milljónir á mánuði. Sundurliðun á launum hans mátti finna í skýringu 29 í ársreikningnum, sem sjá má hér að neðan. Fyrri útgáfa ársreikningsins. Marel sendi hins vegar frá sér leiðréttingu til Kauphallarinnar nú á fjórða tímanum þar sem umrædd skýring er leiðrétt. Það sé ekki rétt að laun og hlunnindi Árna hafi numið 1,06 milljónum evra, 150 milljónum króna í fyrra eins og sagði í skýringunni. Hið rétta er þessi liður í launum Árna nam aðeins 680 þúsund evra, 93 milljónum króna. Aðrir liðir í launagreiðslum Árna, eins og kaupaukagreiðslur, eru þó óbreyttir. Heildarlaun hans námu því ekki 1,4 milljónum evra eins og fyrri ársreikningur sagði, heldur 1,060 milljónum. Það gera um 150 milljónir íslenskra króna. Ný útgáfa ársreikningsins. Í samtali við Vísi segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta og fjárfestatengsla hjá Marel, að um leiðinda mannleg mistök hafi verið að ræða. Liður í launagreiðslum Árna hafa verið tvítalinn og var hann því sagður með hærri laun í gamla ársreikningnum. Aðspurð um hvernig þetta gat gerst, í ljósi þess að endurskoðendur á vegum KPMG kvittuðu upp á ársreikninginn, segir Auðbjörg ekki hafa nein svör við því. Þetta hafi verið mistök sem nú sé búið að leiðrétta. Hún segist jafnframt gera ráð fyrir að aðrir þættir ársreikningsins séu réttir.
Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02
Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 6. febrúar 2020 12:15