Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD. Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Thomas Kemmerich, leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. Hér má sjá hvar Þýringaland er.Vísir/Hafsteinn Óvæntur stuðningur Kosið var á ríkisþing Þýringalands í október og fékk Vinstriflokkurinn flest sæti. Leiðtogi flokksins tilkynnti um að samkomulag um myndum minnihlutastjórnar hefði náðst á þriðjudag og bjuggust því flestir við því að þingið myndi samþykkja skipan hans í gær. Sú varð ekki raunin. Thomas Kemmerich, forsætisráðherraefni Frjálsra demókrata, varð óvænt fyrir valinu. Níutíu sæti eru á þingi Þýringalands og má skipta þeim gróflega í þrjár blokkir. Vinstriflokkurinn, Jafnaðarmenn og Græningjar hafa 42 sæti og ætluðu að mynda stjórn saman. Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar hafa svo 26 sæti. Þar af hafa Frjálsir demókratar, sem að óbreyttu munu mynda stjórn, ekki nema fimm sæti. AfD hefur restina, 22 sæti, en aðrir þýskir flokkar hafa alla tíð útilokað samstarf með þeim. Svona skiptust þingsætin eftir kosningar októbermánaðar.Vísir/Hafsteinn Þrjár atkvæðagreiðslur þurfti til þess að skera úr um hver yrði forsætisráðherra. Í fyrstu tveimur studdi AfD eigin frambjóðenda en greiddi Kemmerich óvænt atkvæði í þriðju lotu. Það gerðu Kristilegir demókratar einnig og sá stuðningur dugði. Merkel ósátt Angela Merkel kanslari tjáði sig um vendingarnar í dag. Sagði að það væri best að endurtaka atkvæðagreiðsluna. „Það sem skiptir máli fyrir Kristilega demókrata er að flokkurinn má ekki eiga aðild að stjórn þessa nýkjörna forsætisráðherra. Þetta var afar slæmur dagur fyrir lýðræðið og gildi Kristilegra demókrata.“ Kemmerich brást við þessu og sagði þörf á nýjum kosningum svo hægt væri að afmá þann smánarblett sem fékkst við stuðning AfD.
Þýskaland Tengdar fréttir Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56