Bandarísk stjórnvöld vinna að meðferð við Wuhan-veirunni Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 21:45 Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Getty/picture alliance Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57
Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15