Útlán bankanna til fyrirtækja dragast saman Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira