Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:58 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar. Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira