Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 11:30 KR-ingar fljúga til Glasgow á eftir og mæta stórliði Celtic annað kvöld. VÍSIR/BÁRA KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag. KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. KR-ingar þurfa ekki frekar en aðrir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til Glasgow í dag. Þangað ferðast þeir með leiguflugi. Leikurinn á að fara fram annað kvöld og samkvæmt flugáætlun verða Íslandsmeistararnir ekki komnir heim fyrr en eftir miðnætti annað kvöld, þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi á Íslandi. Þeir eiga stórleik við Val á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembætti er nú verið að skoða hvort knattspyrnuliðum verði veitt sérstök undanþága frá nýju sóttkvíarreglunum. Leikmenn Víkings R. og Breiðabliks verða í sömu sporum og KR-ingar síðar í þessum mánuði, FH fær lið Dunajská Streda í heimsókn frá Slóvakíu, og landsleikur Íslands og Englands er á Laugardalsvelli 5. september, svo dæmi séu nefnd. Vonast til að strangar reglur UEFA hjálpi Í öllum þessum leikjum er farið eftir sérstöku regluverki UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, vegna kórónuveirufaraldursins. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar standa vonir til þess að hið stranga regluverk UEFA muni hjálpa til við að fá undanþágu fyrir knattspyrnuliðin. Regluverk UEFA felur meðal annars í sér að leikmenn KR og Celtic verða allir að fara í próf fyrir veirunni. KR-ingar ferðast í sótthreinsaðri rútu frá flugvellinum ytra og beint á hótel sitt þar sem þeir hafa eina hæð og matsal út af fyrir sig. Einu ferðir manna af hótelinu verða með rútu á leikvang Celtic til æfingar í dag, og vegna leiksins á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum. Stórleikur við Val handan við hornið og Kristinn klár í slaginn Í samtali við Vísi sagði Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, ekki koma til greina að hætta við að spila leikinn vegna nýju reglanna um sóttkví. Hann, eins og aðrir KR-ingar, vonast til að undanþága fáist á næsta sólarhring. Næsti leikur KR eftir Skotlandsferðina er stórleikurinn við topplið Vals sem áætlað er að fari fram næsta laugardag. Kristinn Jónsson, einn lykilmanna KR, er í leikmannahópnum sem fer til Skotlands og æfði með liðinu í gær eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum við FH á föstudag.
KR KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30