Vilja fjögurra daga vinnuviku til að hindra stórfelldar uppsagnir Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 08:06 Frá verksmiðju Volkswagen í Zwickau. Getty Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Þýskaland Kjaramál Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu.
Þýskaland Kjaramál Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira