Rannsaka hvort hægt sé að nýta „pólitískustu“ plöntu landsins til manneldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Axel Sigurðsson, Braga Stefaný Mileris og Björn Viðar Aðalbjörnsson. SIGURJÓN ÓLASON Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga. Matvælaframleiðsla Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga.
Matvælaframleiðsla Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira