Gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 15:18 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27