Setti nýtt heimsmet í landsliðsmörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:00 Christine Sinclair fagnar sigri með kandadíska landsliðinu. Getty/Naomi Baker Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Christine Sinclair bætti í nótt heimsmetið yfir flest mörk fyrir fótboltalandslið í karla og kvennaflokki þegar hún skoraði tvisvar í stórsigri Kanada á St Kitts og Nevis í forkeppni Ólympíuleikanna. Sinclair var fyrir leikinn einu marki á eftir Abby Wambach og það tók hana aðeins 23 mínútur að skora tvö mörk og bæta heimsmetið. Kanada vann leikinn á endanum 11-0. Sinclair er þar með komin með 185 mörk fyrir kanadíska landsliðið. Abby Wambach náði að skora sína 184 mörk í 256 leikjum en þetta var 290. landsleikur Christine Sinclair. Þetta er ekki aðeins með hjá konunum því markahæsti karlinn er Íraninn Ali Daei með 109 mörk. Christine Sinclair has now scored the most goals in international football history. 1st goal: 14/03/2000 185th goal: 29/01/2020 Incredible. pic.twitter.com/Q90Ypkkjik— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Christine Sinclair spilaði sinn fyrsta landsleik sextán ára gömul árið 2000 og skoraði þá þrjú mörk í fyrstu ferð sinni á Algarve bikarinn. Fyrsta markið skoraði hún á móti Noregi 14. mars 2000. Hún á líka metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum síðan að hún skoraði sex mörk á ÓL í London 2012 en þar á meðal var þrenna í 3-4 tapi á móti Bandaríkjunum í undanúrslitunum. Christine Sinclair hefur skorað 120 af mörkum sínum í vináttulandsleikjum (40) eða æfingamótum (80) en hún er með 65 mörk í keppnisleikjum þar af 10 á heimsmeistaramóti og alls 31 á Ólympíuleikum eða í forkeppni ÓL. Christine Sinclair spilar væntanlega 300. landsleikinn sinn á árinu því hún ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Canada's Christine Sinclair passes the USWNT's Abby Wambach to become the top international goalscorer of all time, men's or women’s pic.twitter.com/zcwLP2ehWY— B/R Football (@brfootball) January 29, 2020
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira