Framkvæmdastjóri á rangri hillu? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Verkföll 2020 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun