Maður sakfelldur fyrir að reyna að stela Magna Carta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 21:53 Rekja má þetta rit Magna Carta aftur til ársins 1215 þegar bálkurinn var samþykktur. epa/VICKIE FLORES Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991. Bretland England Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991.
Bretland England Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“