Stigaskorið fer í 0-0 eftir annan og þriðja leikhluta í Stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 11:00 Kobe Bryant og Michael Jordan í Stjörnuleiknum 2003. Getty/Andrew D. Bernstein NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020 NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins