Tíu ár síðan Strákarnir okkar unnu brons á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2020 12:00 Bronsstrákarnir okkar. mynd/Georg Diener Í dag, 31. janúar, eru tíu ár síðan íslenska karlalandsliðið í handbolta vann til bronsverðlauna á Evrópumótinu í Austurríki. Íslendingar unnu þá Pólverja í leiknum um 3. sætið, 29-26, í Vín. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Tilþrif leiksins átti samt Alexander Petersson. Þegar skammt var eftir misstu Íslendingar boltann og Tomas Tlucsynski brunaði fram og gat minnkað muninn í eitt mark. Alexander var á öðru máli, hljóp Tlucsynski uppi og sló boltann út af. Mögnuð varnartilþrif sem aldrei gleymast. „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann?“mynd/Georg Diener Íslendingar fögnuðu bronsinu vel og innilega með Silver-gel í hárinu. Allir nema Ólafur Stefánsson sem fékk forláta húfu frá DJ Ötzi sem samdi lag Evrópumótsins 2010. Þetta var annað stórmótið í röð þar sem Ísland vann til verðlauna. Sem frægt er fengu Íslendingar silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ísland tapaði aðeins einum leik á EM 2010; fyrir Frakklandi í undanúrslitunum, 28-36. Íslendingar unnu Dani, Rússa, Norðmenn og Pólverja og gerðu jafntefli við Serba, Austurríkismenn og Króata. Ólafur var valinn í úrvalslið mótsins. Arnór Atlason og Guðjón Valur voru jafnir í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn EM. Þeir skoruðu báðir 39 mörk. Alls átti Ísland fjóra af tíu markahæstu leikmönnum mótsins; Arnór, Guðjón Val, Snorra Stein Guðjónsson (36) og Róbert Gunnarsson (34). Einu sinni var... Handbolti Tímamót Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Í dag, 31. janúar, eru tíu ár síðan íslenska karlalandsliðið í handbolta vann til bronsverðlauna á Evrópumótinu í Austurríki. Íslendingar unnu þá Pólverja í leiknum um 3. sætið, 29-26, í Vín. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Tilþrif leiksins átti samt Alexander Petersson. Þegar skammt var eftir misstu Íslendingar boltann og Tomas Tlucsynski brunaði fram og gat minnkað muninn í eitt mark. Alexander var á öðru máli, hljóp Tlucsynski uppi og sló boltann út af. Mögnuð varnartilþrif sem aldrei gleymast. „Hvaðan kom hann, hvert er hann að fara, hvað er hann?“mynd/Georg Diener Íslendingar fögnuðu bronsinu vel og innilega með Silver-gel í hárinu. Allir nema Ólafur Stefánsson sem fékk forláta húfu frá DJ Ötzi sem samdi lag Evrópumótsins 2010. Þetta var annað stórmótið í röð þar sem Ísland vann til verðlauna. Sem frægt er fengu Íslendingar silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Ísland tapaði aðeins einum leik á EM 2010; fyrir Frakklandi í undanúrslitunum, 28-36. Íslendingar unnu Dani, Rússa, Norðmenn og Pólverja og gerðu jafntefli við Serba, Austurríkismenn og Króata. Ólafur var valinn í úrvalslið mótsins. Arnór Atlason og Guðjón Valur voru jafnir í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn EM. Þeir skoruðu báðir 39 mörk. Alls átti Ísland fjóra af tíu markahæstu leikmönnum mótsins; Arnór, Guðjón Val, Snorra Stein Guðjónsson (36) og Róbert Gunnarsson (34).
Einu sinni var... Handbolti Tímamót Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira