Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 12:00 Kári Stefánsson er meðal þeirra sem halda erindi á fundinum. Decode Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu í dag í húsakynnum fyrirtækisins. Fundurinn hefst klukkan 13 og er streymt frá honum. Streymið má nálgast hér að neðan. Kári Stefánsson læknir og erfðafræðingur ræðir um áhrif heilans á BMI. Af hverju bregst heilinn sem stjórntæki þegar við borðum of mikið og hreyfum okkur minna en við vitum að er æskilegt? Er offita kannski hegðunarvandamál eða geðsjúkdómur? Hann mun ennfremur koma inn á fjölgenarannsóknir sem leiða í ljós að það er jákvætt val fyrir offitu, fólk sem er yfir kjörþyngd eignast fleiri börn þótt sú þyngdaraukning sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum skýrist líklega fremur af breyttu mataræði og hreyfingarleysi. Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir á LSH ætlar að velta upp orsökum þess að Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandabúa. Tryggvi Helgason barnalæknir fjallar um hvernig þyngd barna er að þróast hér á landi. Hvert stefnum við? Hvað erum við að gera? Og síðast en ekki síst, hvað getum við gert meira til að snúa þessari þróun við? Alma D. Möller landlæknir fjallar um verkefnið Heilsueflandi samfélag sem embættið vinnur að í samstarfi við sveitafélög og fleiri. Þá mun hún tæpa á aðgerðum sem vænlegar eru til árangurs gegn offitu og ræða áskoranir varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu. Margir þekktir staðir í erfðamenginu hafa áhrif á þyngd okkar. Þorgeir Þorgeirsson erfðafræðingur fjallar um erfðaþætti sem tengjast fíkn og offitu. Hann fjallar um hugtakið matarfíkn og veltir því upp hvort skýra megi vanda fólks við að stjórna þyngdinni að hluta til með áhrifum erfðaþátta sem tengjast fíkn í tóbak og vímuefni. Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu í dag í húsakynnum fyrirtækisins. Fundurinn hefst klukkan 13 og er streymt frá honum. Streymið má nálgast hér að neðan. Kári Stefánsson læknir og erfðafræðingur ræðir um áhrif heilans á BMI. Af hverju bregst heilinn sem stjórntæki þegar við borðum of mikið og hreyfum okkur minna en við vitum að er æskilegt? Er offita kannski hegðunarvandamál eða geðsjúkdómur? Hann mun ennfremur koma inn á fjölgenarannsóknir sem leiða í ljós að það er jákvætt val fyrir offitu, fólk sem er yfir kjörþyngd eignast fleiri börn þótt sú þyngdaraukning sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum skýrist líklega fremur af breyttu mataræði og hreyfingarleysi. Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir á LSH ætlar að velta upp orsökum þess að Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandabúa. Tryggvi Helgason barnalæknir fjallar um hvernig þyngd barna er að þróast hér á landi. Hvert stefnum við? Hvað erum við að gera? Og síðast en ekki síst, hvað getum við gert meira til að snúa þessari þróun við? Alma D. Möller landlæknir fjallar um verkefnið Heilsueflandi samfélag sem embættið vinnur að í samstarfi við sveitafélög og fleiri. Þá mun hún tæpa á aðgerðum sem vænlegar eru til árangurs gegn offitu og ræða áskoranir varðandi heilsu og heilbrigðisþjónustu. Margir þekktir staðir í erfðamenginu hafa áhrif á þyngd okkar. Þorgeir Þorgeirsson erfðafræðingur fjallar um erfðaþætti sem tengjast fíkn og offitu. Hann fjallar um hugtakið matarfíkn og veltir því upp hvort skýra megi vanda fólks við að stjórna þyngdinni að hluta til með áhrifum erfðaþátta sem tengjast fíkn í tóbak og vímuefni.
Heilbrigðismál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira