Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 31. janúar 2020 20:13 Daníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík. VÍSIR/BÁRA „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins