Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 31. janúar 2020 20:13 Daníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík. VÍSIR/BÁRA „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira