Allir ferðamennirnir komnir úr lífshættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:57 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08