Hjólin á strætó snúast ekki á innantómum loforðum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 24. janúar 2020 07:30 Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Strætó Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og strætó þeysir framhjá bítur kuldaboli aðeins fastar í kinnarnar og hillingar um að komast heim fyrir króníska vetraralmyrkvan fjarlægjast. Að missa af vagninum með hársbreidd er þyngri dómur í janúar en í júlí, sérstaklega þegar það eru 30 mínútur í næsta vagn. Í október 2018 samþykkti borgarstjórn með 22 greiddum atkvæðum tillögu sem gæti mildað slíkan dóm í einhverjum tilvikum: Að strætóleiðir 1, 3 og 6 skyldu að aka á 7,5 mínútna fresti á háannatímum. Borgarfulltrúi Viðreisnar, Pawel Bartoszek, mælti fyrir tillögunni en stjórn Strætó var falin nánari útfærsla. Tillagan kom frá meirihlutaflokkunum en í fréttatilkynningu borgarinnar um málið sagði meðal annars: „Til að tími gefist til að vinna málið innan hefðbundinna tímaramma fjárhagsáætlunargerðar og leiðakerfisbreytinga er stefnt að því að fyrstu áfangar breytinganna taki gildi í ársbyrjun 2020.” Málið fékk rúman tímaramma en breytingin átti að líta dagsins ljós í ársbyrjun 2020. Minnihlutaflokkar í borgarstjórn eiga ekki sæti við borðið hjá Strætó og er framkvæmdin því í höndum meirihlutans. Ekkert bólar á betri strætó Það er gömul saga og ný að stjórnmálafólk sé gjafmilt á loforð sem hljóma vel í fjölmiðlum en í borgarstjórn er afar sjaldgæft að gefið sé upp hvenær boðaðar breytingar muni líta dagsins ljós. Meirihlutanum hlaut því vera alvara með að standa við breytingarnar fyrir uppgefna dagsetningu. Nú er hinsvegar langt liðið á janúar 2020 og ekkert bólar á breytingunum. Í ferðavenjukönnun frá árinu 2017 (Gallup, 2018) voru viðmælendur spurðir hvers vegna þeir notuðu ekki strætó. Niðurstöðurnar voru rýndar í skýrslu Mannvits fyrir Strætó bs. en þær sýndu meðal annars að sóknarfæri eru í bættri tíðni. Traust á tímatöflu er önnur ástæða sem viðmælendur nefna. Fyrirsjáanleiki um tímatöflu og þjónustu Strætó virðist því vera mikilvægur þáttur í að efla á leiðakerfið og gera hann þjónustuvænni. Vanefnd loforð meirihlutans í Reykjavík og þögn um stöðu þessa máls er eins og kalt kaffi til farþega sem reiða sig á þjónustuna í vetrarfærðinni. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar