Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 06:00 Roberto Firmino og félagar í Liverpool mæta Shrewsbury á útivelli í dag. Vísir/Getty Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4 Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira