Arnar Pétursson um byrjun Olís deildarinnar eftir 44 daga hlé: Þessi pása er erfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 12:00 Arnar Pétursson vann alla titla í boði sem þjálfari ÍBV liðsins tímabilið 2017-18. Mynd/S2 Sport Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira