Arnar Pétursson um byrjun Olís deildarinnar eftir 44 daga hlé: Þessi pása er erfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 12:00 Arnar Pétursson vann alla titla í boði sem þjálfari ÍBV liðsins tímabilið 2017-18. Mynd/S2 Sport Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira