Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 22:43 Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísir/AP Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi. Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. Um stórt skref í baráttunni gegn veirunni er að ræða þar sem áfanginn mun gera vísindamönnum kleift að þróa aðferð til að greina smit áður en fólk sýnir einkenni og hjálpa til við þróun mótefnis. Vísindamenn í Kína höfðu áður náð þessum áfanga en þeir deildu niðurstöðum sínum ekki með Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. Þeir deildu þó myndum af erfðamengi veirunnar sem hjálpaði vísindamönnunum í Ástralíu. Í samtali við fréttamenn ABC segir Mike Catton einn forsvarsmanna Peter Doherty stofnunarinnar í Melbourne að um vendipunkt sé að ræða. Uppgötvunin mun gera öðrum vísindamönnum auðveldara að skilja kórónaveiruna. Xi heitir því að uppræta „djöful-veiruna“ Xi Jinping, forseti Kína, hét því í dag að uppræta kórónaveiruna sem gengur undir nafninu Wuhan-veiran. Kallaði hann veiruna „djöful-veiru“ en hún hefur leitt til rúmlega hundrað dauðsfalla og hafa áhyggjur vegna mögulegs faraldurs aukist á undanförnum dögum. „Þessi veira er djöfull og við getum ekki leyft djöflinum að fela sig,“ sagði Xi samkvæmt frétt Reuters. „Kína mun styrkja alþjóðasamstarf og taka vel á móti aðkomu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að vörnum gegn veirunni. Kína er fullvisst um sigur í þessari orrustu við veiruna.“ Sjá einnig: Gagnvirkt kort sýnir útbreiðslu Wuhan-veirunnar Yfirvöld margra ríkja í heiminum vinna nú að því að flytja borgara sína á brott frá Kína og sérstaklega frá Wuhan-héraði, þar sem veiran stakk upp kollinum. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veiran og faraldurinn muni hafa á efnahagi heimsins. Veiran hefur komið verulega niður á ferðaþjónustu í Kína og samdráttur þar í landi gæti haft mikil áhrif á heiminn allan. Landsframleiðsla í Kína er 16 prósent af heimsframleiðslunni, samkvæmt Alþjóðabankanum. Enn sem komið er hafa öll dauðsföllin 106 átt sér stað í Kína en smitum í öðrum ríkjum hefur farið fjölgandi.
Ástralía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. 28. janúar 2020 14:29
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36