„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 19:12 Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. Ferðamálaráðherra segir þetta vonbrigði. Nýjar reglur eiga við um alla komufarþega, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða annars staðar. Gjald verður áfram tekið við fyrri sýnatöku við landamærin. Þá tekur við fjögurra til fimm daga sóttkví, eftir því hvort hún lendi á helgi, og önnur sýnataka sem verður gjaldfrjáls. „Við erum að byggja á þeirri aðferðarfræði sem við ákváðum að ráðast í þegar við réðumst í skimun á landamærum. En við erum hins vegar að herða af því við metum að það sé nauðsynlegt. Annars vegar vegna þess að við erum að kljást við smit hér innanlands sem við erum ekki með fulla þekkingu á hvernig hefur gengið manna á milli. Og hins vegar vegna þeirrar augljósu staðreyndar að faraldurinn er í miklum vexti í löndunum í kringum okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fyrirkomulagið verður endurskoðað vikulega. ,,Sérstaklega þá þau lönd sem gætu breyst í einfalda skimun á nýjan leik, miðað við bæði fjölda smita þar en ekki síst hvernig faraldurinn er að þróast í því landi vegna þess að það er ljóst að hann er að fara upp á við víða,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Minnkar líkur á að veiran berist til landsins Sóttvarnarlæknir mælti með þessari leið þegar hann lagði níu valkosti fyrir ríkisstjórn í fyrradag. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ segir Þórólfur Guðnason. Með skimun hafi hingað til tekist að koma í veg fyrir að fimmtíu manns hafi borið smit inn í landið. Samt sem áður hafi nú um eitt hundrað og tuttugu manns smitast af einu afbrigði veirunnar sem ekki sé ljóst hvernig komist hafi inn í landið. „Þannig að ef við fáum tíu eða tuttugufalt svona faraldur gætum við verið í verulegum vandræðum hér innanlands og það er þeim grunni sem ég tel að við þurfum að vera mjög hörð. Sérstaklega á meðan faraldurinn er í vexti,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi. Við sjáum að það loforð getur enginn gefið. en við erum að reyna lágmarka áhættuna hér innanlands þannig að röskunin verði sem minnst,“ segir forsætisráðherra. Þannig verði mögulega hægt draga úr öðrum takmörkunum innanlands og koma samfélaginu í eðlilegra horf. Kostnaður og álag vegna skimana og sýntaöku ætti að vera viðráðanlegt þar sem viðbúið er að aðgerðin dragi verulega úr fjölda ferðamanna. Hversu mikið liggur ekki fyrir. Ákvörðunin erfið og vonbrigðum blandin „Það eru auðvitað vonbrigði að taka svona ákvörðun og ekki auðvelt að taka svona ákvörðun. En við höfum verið skýr með það allan tímann að fylgja ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og þessi ráðlegging var mjög skýr,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Skoða þurfi frekari aðgerðir til að koma til móts við ferðaþjónustuna. „Fólk sem kannski bjó sig undir það að geta viðhaldið einhverjum rekstri í vetur. Það kann að breytast hjá mörgum fyrirtækjum ef við sjáum mjög fáa koma. Þannig ég held að við hljótum að endurmeta það eins og annað í þessu verkefni,“ segir Þórdís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðaþjónusta fatlaðra Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira