Sigurganga Hildar heldur áfram Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. Um helgina hlaut Hildur Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, auk þess sem hún var tilnefnd til Bafta-verðlauna fyrir sömu tónlist í vikunni. Jafnframt voru Hildi veitt Íslensku bjartsýnisverðlaunin á Kjarvalsstöðum í síðustu viku. Auk verðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina í fyrrnefndum Jóker hlaut Hildur verðlaun fyrir frumsamda tónlist sína í þáttunum Chernobyl á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda, Society of Composers & Lyricists. Hildur hafði áður hlotið Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttaröðinni, sem er úr smiðju HBO og var sýnd á Stöð 2 á sínum tíma. Í þakkarræðu sinni sagði Hildur að það væri henni mikill heiður að fá inngöngu í þennan félagsskap, og vísaði til samtakanna sem veittu verðlaunin. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru veitt og má nálgast lista yfir aðra verðlaunahafa með því að smella hér.Sjá einnig: Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Í ljósi velgengni Hildar á síðustu misserum er talið líklegt að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína. Til að mynda telur stórtímaritið Vanity Fair að Hildur muni hreppa tilnefningu en það kemur í ljós á mánudaginn næstkomandi. Hún er þegar komin í hóp þeirra 15 sem eiga möguleika á tilnefningu fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlistina, en fækkað verður í hópnum áður en formlegar Óskarstilnefningar verða kynntar. Vanity Fair telur líklegast að Thomas Newman muni hreppa Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Marriage Story, „en sigur Hildar á Golden Globes fær okkur til að halda að hún gæti orðið þriðja konan í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun fyrir frumsamda tónlist,“ skrifa kvikmyndarýnir tímaritsins. Verði Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fetar hún í fótspors samstarfsmanns síns fyrrverandi Jóhanns Jóhannssonar sem tvisvar var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Fyrst árið 2014 fyrir tónlistina í The Theory of Everything og aftur ári síðar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Jóhann lést árið 2018.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30