Segir Isavia ekki ráðast í nauðsynlegar úrbætur á Blönduósflugvelli: „Við bara skiptum ekki máli“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 17:01 Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og björgunarsveitarmaður, segir flugvöllinn vera hagsmunamál alla sem ferðist um á svæðinu. Facebook Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“ Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Nauðsyn flugvallarins á Blönduósi sannaði sig enn og aftur í gær að sögn Guðmundar Hauks Jakobssonar, formanns byggðarráðs Blönduósbæjar. Hann segir flugvöllurinn ekki aðeins vera öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu heldur alla þá sem eru á ferðinni á svæðinu. „Málið snýst í grunninn um það að Isavia gerir ekki það sem þarf að gera til þess að flugvöllurinn sé að fullu nothæfur sem sjúkraflugvöllur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þau hafi barist fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn sé í lagi en það sé eins og enginn vilji sé fyrir hendi hjá Isavia. „Ef þú horfir á hvernig ástandið er búið að vera í vetur, við erum innilokuð hérna á þessu svæði milli Holtavörðuheiði, Þverárfjalls og Vatnsskarðs og svo er Öxnadalsheiði líka og hvernig þetta búið að vera? Þetta er búið að vera meira og minna lokað í vetur og þetta er enginn smá kafli af þjóðveginum sem þessi sjúkraflugvöllurinn getur sinnt.“Sjá einnig: Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Hann segir mikilvægt að flugvöllurinn sé í lagi. Þó svo að þyrlur geti lent hvar sem er sé það bæði hægvirkara og dýrara. Þegar hver mínúta væri dýrmæt yrði að vera hægt að taka á móti flugvélum. „Það er ekki nóg að við séum með öflugt slökkvilið, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og þar fram eftir götunum ef við komum svo ekki stórslösuðum einstaklingum frá okkur. Nú er búið að draga úr þjónustustigi, þar sem var sjúkrahúsið á Blönduósi er í dag heilsugæsla sem þýðir að innviðir og búnaður lækna, hann er ekkert eins og á Landspítalanum,“ segir Guðmundur. Sem dæmi nefnir hann brotna rúðu í flugturninum en rúðan brotnaði í óveðrinu fyrir jól. Nú sé mánuður liðinn, búið að snjóa inn í turninn síðan en Isavia hafi enn ekkert gert í málinu. „Við bara skiptum ekki máli. Þeir vilja að þessi flugvöllur leggist af og þeir þurfi ekki að eyða krónu í hann.“
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu að vinna á bráðamóttökunni. 11. janúar 2020 13:59