Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 21:30 Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni. Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira