Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2020 09:01 3000 hermenn voru sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf fyrr í mánuðinum. Getty/Andrew Merry Slökkviliðsmaður lést þegar tré féll á hann í Ástralíu í gær á meðan hann barðist við gróðurelda hjá bænum Omeo í Viktoríuríki. Bill Slade vann að því að hamla útbreiðslu eldanna við hlið fjölda sjálfboðaliða í suðausturhluta Ástralíu. Hann var sextíu ára gamall og var heiðraður fyrir fjörtíu ára starf í þágu skógræktar þar í landi í nóvember síðastliðnum. Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra látnu. Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Óvenjuleg hlýindi og þurrkur hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldana sem hafa geisað í Ástralíu frá því í september. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa loftgæði víða verið með versta móti vegna eldanna.Sjá einnig: Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpokaElísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, sagði ástandið í landinu vera alvarlegra en marga grunar í samtali við Vísi síðastliðinn þriðjudag. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01 Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00 Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Slökkviliðsmaður lést þegar tré féll á hann í Ástralíu í gær á meðan hann barðist við gróðurelda hjá bænum Omeo í Viktoríuríki. Bill Slade vann að því að hamla útbreiðslu eldanna við hlið fjölda sjálfboðaliða í suðausturhluta Ástralíu. Hann var sextíu ára gamall og var heiðraður fyrir fjörtíu ára starf í þágu skógræktar þar í landi í nóvember síðastliðnum. Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra látnu. Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Óvenjuleg hlýindi og þurrkur hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldana sem hafa geisað í Ástralíu frá því í september. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa loftgæði víða verið með versta móti vegna eldanna.Sjá einnig: Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpokaElísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, sagði ástandið í landinu vera alvarlegra en marga grunar í samtali við Vísi síðastliðinn þriðjudag. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01 Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00 Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18
Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01
Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00
Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11
Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15