Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2020 09:01 3000 hermenn voru sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf fyrr í mánuðinum. Getty/Andrew Merry Slökkviliðsmaður lést þegar tré féll á hann í Ástralíu í gær á meðan hann barðist við gróðurelda hjá bænum Omeo í Viktoríuríki. Bill Slade vann að því að hamla útbreiðslu eldanna við hlið fjölda sjálfboðaliða í suðausturhluta Ástralíu. Hann var sextíu ára gamall og var heiðraður fyrir fjörtíu ára starf í þágu skógræktar þar í landi í nóvember síðastliðnum. Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra látnu. Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Óvenjuleg hlýindi og þurrkur hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldana sem hafa geisað í Ástralíu frá því í september. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa loftgæði víða verið með versta móti vegna eldanna.Sjá einnig: Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpokaElísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, sagði ástandið í landinu vera alvarlegra en marga grunar í samtali við Vísi síðastliðinn þriðjudag. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01 Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00 Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Slökkviliðsmaður lést þegar tré féll á hann í Ástralíu í gær á meðan hann barðist við gróðurelda hjá bænum Omeo í Viktoríuríki. Bill Slade vann að því að hamla útbreiðslu eldanna við hlið fjölda sjálfboðaliða í suðausturhluta Ástralíu. Hann var sextíu ára gamall og var heiðraður fyrir fjörtíu ára starf í þágu skógræktar þar í landi í nóvember síðastliðnum. Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru á meðal þeirra látnu. Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Óvenjuleg hlýindi og þurrkur hafa skapað kjöraðstæður fyrir eldana sem hafa geisað í Ástralíu frá því í september. Þúsundir hafa þurft að flýja Nýju Suður-Wales undanfarið og hafa loftgæði víða verið með versta móti vegna eldanna.Sjá einnig: Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpokaElísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, sagði ástandið í landinu vera alvarlegra en marga grunar í samtali við Vísi síðastliðinn þriðjudag. „Fjölskylduvinir okkar og þau í Ástralíu eru úti allan daginn að vökva húsið sitt, sem við þurftum alveg að gera líka þegar við bjuggum þarna og það var kannski bruni í næstu götu og maður var tilbúinn. Þetta er samt miklu meira, það hefur aldrei verið svona mikill eldur þarna. Þau vita bara ekkert hvað þau eiga að gera.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18 Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01 Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00 Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11 Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka. 7. janúar 2020 07:18
Prjóna fyrir móðurlaus dýr Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu. 8. janúar 2020 19:01
Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. 7. janúar 2020 19:00
Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda. 8. janúar 2020 10:11
Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu. 8. janúar 2020 12:15