Stjörnuútherji Patriots handtekinn eftir að hann hoppaði upp á húdd á bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:30 Julian Edelman er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Tom Brady og New England Patriots. Getty/Adam Glanzman Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Það bjuggust flestir við því að New England Patriots væri að keppa í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina en eftir óvænt tap um síðustu helgi var ljóst að liðið myndi ekki verja titil sinn í ár. Þess í stað var eins af stjörnum liðsins að koma sér í vandræði á laugardagskvöldið í Los Angeles. Julian Edelman, stjörnuútherji New England Patriots og mikilvægasti leikmaður Super Bowl í fyrra, var nefnilega handtekinn í Beverly Hills fyrir skemmdarverk. Edelman hoppaði upp á húdd á bíl annars manns og skemmdi hann. Það fylgdi sögunni að þetta var Mercedes en ekki kom fram hver átti bílinn eða af hverju Edelman hoppaði upp á húdd hans. Lögreglan mætti á staðinn og handtók hann. Edelman var seinna sleppt en þarf að mæta fyrir dómara í apríl. Julian Edelman was arrested after allegedly jumping on the hood of someone’s Mercedes “for some unknown reason” and causing damage. Edelman was cited for misdemeanor vandalism and released. (Via @TMZ) pic.twitter.com/yqHRPeQni3— Bleacher Report (@BleacherReport) January 12, 2020 Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir hinn 33 ára gamla Julian Edelman sem var búinn að harka af sér allt tímabilið. Eftir að Patriots liðið féll úr leik kom í ljós að hann þyrfti að fara í fleiri en eina aðgerð í sumar. hann var búinn að spila í gegnum meiðsli sem hefði haldið flestum frá hreyfingu hvað þá að spila í jafn erfiðri deild og NFL. Edelman ætlaði greinilega aðeins að sletta út klaufunum á laugardagskvöldið en fór þá út á lífið með mönnum eins og fyrrum Boston Celtics manninum Paul Pierce. Paul Pierce birti mynd af sér og Julian Edelman á Instagram frá þessu sama kvöldi. More on Patriots’ WR Julian Edelman being arrested after allegedly jumping on car:https://t.co/apCvRWN95n— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 12, 2020 Julian Edelman hefur verið lykilmaður í tveimur síðustu meistaratitlum New England Patriots liðsins. Hann var allt í öllu í endurkomunni frægu á móti Atlanta árið 2017 og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í Super Bowl í fyrra þegar Patriots vann 20-17 sigur á Los Angeles Rams. Edelman var sá útherji New England Patriots sem greip flesta bolta og skoraði flest snertimörk í sumar en sást ekki í leiknum á móti Tennessee Titans í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði óvænt.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira