Segir mikla vinnu eftir áður en miðhálendisþjóðgarður geti orðið að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 21:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ólíklegt að það takist að afgreiða frumvarp um hálendisþjóðgarð á vorþingi. Mikil vinna sé eftir í samráði við sveitarfélög og huga þurfi sérstaklega að því að stofnun þjóðgarðs og trygging raforkuöryggis geti farið saman. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi, sem meðal annars byggir á tillögum þverpólitískrar þingmannanefndar, um stofnun Hálendisþjóðgarðs á næstunni. Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann teldi fyrirhugaða stofnun Hálendisþjóðgarðs vera ótímabæra. Bergþór sagði sig úr þverpólitíska samráðshópnum en Vilhjálmur Árnason var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er kannski ekki ótímabært að fara í þessa vinnu. Það þarf að klára vinnuna og einhvers staðar þarf að byrja þannig að ég held að það sé bara eðlilegt að við séum að vinna í þessum málum og taka samtalið. Svo er bara spurning hversu hratt við förum,“ segir Vilhjálmur. Spurður hvort hann telji raunhæft að frumvarpið verði að lögum á vorþingi sagði hann margt þurfa að ganga upp til að svo megi vera. „Það er alltaf hægt að leggja málin fram en þetta er gríðarlega mikil vinna sem að kostar mikinn tíma þannig að það þarf nú mjög margt að ganga upp hratt og örugglega og mikil samtöl og sátt að nást um málið svo að það geti klárast á svo skömmum tíma,“ segir Vilhjálmur. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. „Það er alla veganna niðurstaða þverpólitíska hópsins að rödd sveitarfélaganna eigi að vera sem sterkust og það eigi raunverulega að færa verkefnið og valdið til sveitarfélaganna en það er einmitt eitt af því sem þarf að gerast áður en við getum haldið lengra er að það sé sameiginlegur skilningur og hvernig útfærum við það á trúverðugan hátt svo báðir aðilar séu sammála um að það sé leiðin sem við erum að fara,“ segir Vilhjálmur. Þá þurfi jafnframt að hafa til hliðsjónar að unnt verði að tryggja raforkuöryggi um landið og þá uppbyggingu sem því tengist. „Það verður algjörlega að vinnast hlið við hlið hvernig við ætlum að dreifa orkunni um landið og tryggja næga raforku fyrir orkuskipti og annað og svo þetta um miðhálendisþjóðgarðinn, þannig að hvort geti komið á undan hinu,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39 Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30 Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Nefnd um stofnun þjóðgarðsins skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra skýrslu sinni um þjóðgarðinn í dag. 3. desember 2019 14:39
Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Sveitarstjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru langt frá því að vera sáttir við hugmynd stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. 12. janúar 2020 12:30
Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að koma upp þjóðgarði á miðhálendi Íslands. Tungnamenn eru mjög heitir vegna málsins. 15. desember 2019 19:15