Rósa Ingólfsdóttir er látin Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 15:12 Rósa var sannkallaður gleðigjafi en skoðanir hennar í jafnréttismálum voru umdeildar. (Myndin er fengin af forsíðu ævisögunni Rósumál.) Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar. Andlát Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar.
Andlát Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira