Tölvuþrjótar hóta að selja Instagram-reikninginn og eyða öllum myndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:00 Arna Ýr Jónsdóttir áhrifavaldur segir tölvuþrjót blokka aðgang að Instagramminu hennar og ætli að eyða myndum og selja reikninginn. Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir. Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Tölvuþrjótar sem hökkuðu sig inn á Instagram ungrar konu með tugi þúsunda fylgjenda hóta að selja reikninginn og eyða öllum myndum. Konan sem hefur notað Instagram í atvinnuskyni segir bæði um persónulegt og fjárhagslegt tjón að ræða. „Kærastinn minn ætlaði að skoða Instagrammið mitt í morgun og sá þá að það var horfið. Hann lét mig vita og þegar ég ætla að skrá mig inn var það ekki hægt, það var eins og einhver annar væri inná því. Ég kannaði þá netfangið mitt sem er tengt Instagramminu og komst að því að annar hafði skráð sig inná það,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og áhrifavaldur. Sá sem hafði hakkað reikninginn hennar er skráður í Bandaríkjunum. Tölvuþrjóturinn breytti netfanginu sem Instagrammið var tengt við þannig að Arna missir þannig stjórn á samfélagsmiðlinum. „Þegar ég kannaði svo tölvupóstinn minn sá ég skilaboð frá manni þar sem kom fram að ég hefði tvo klukkutíma til að svara honum, annars myndi hann eyða myndunum á Instagramminu og selja reikninginn. Hann er nú ekki klárari en svo að eftir um 20 mínútur lét hann mig vita að ég hefði klukkustund til að svara.“ Arna Ýr hefur birt hundruð mynda á Instagram-reikningi sínum og tjónið er því tilfinnanlegt. Arna Ýr svaraði ekki skilaboðunum þannig að hakkarinn sendi að skilaboð í dag um að hann ætli að eyða myndunum og selja reikninginn. Arna, sem hefur notað Instagrammið í atvinnuskyni með því að kynna vörur og ráð í foreldrahlutverkinu, segir tjónið tilfinnanlegt. Einn af tölvupóstunum sem Arna Ýr fékk sendan frá þrjótunum. „Það hefur tekið mig fjögur ár að byggja upp þetta Instagram og ég er með fimmtíu og fimmþúsund fylgendur. Ég hef notað það til að kynna vörur fyrir fyrirtæki og til að gefa foreldrum ráð í uppeldishlutverkinu og þannig unnið mér inn tekjur. Ég var að klára fæðingarorlof og er að fara í háskóla í haust þannig að ég ætlaði að vinna gegnum þennan miðil en ef ég endurheimti ekki reikninginn getur það orðið erfitt en alls ekki útilokað,“ segir Arna Ýr. Arna hafði beint samband við Instagram í dag og var beðinn um ítarlegar upplýsingar eins og vegabréfsmynd. Hún vonar að þetta verði til þess að reikningurinn verði opnaður fyrir hana á ný. Hægt er að fara inná haveibeenpwned.com til að kanna hvort tölvuþrjótar séu að skoða persónuleg gögn. Forvarnir mikilvægar Sérfræðingar í netglæpum sem fréttastofa hafði samband við í dag segja að tilfelli sem þetta séu nokkuð algeng. Í flestum tilvikum komist tölvuþrjótarnir þá yfir lykilorð viðkomandi. Dæmi séu um að þeir hafi komist yfir þau með því að hakka sig inná stórar þjónustuveitur sem geyma slíkar upplýsingar eða ef notendur eru með auðveld lykilorð eða nota þau víða. Þeir benda á að samfélagsmiðlarnir bjóði oft upp á ágætis varnir og fólk þurfi að nota þær. Þá sé hægt að kanna hvort að þrjótar hafi verið að skoða gögn viðkomandi með því að fara inná vefsíðuna haveibeenpwned.com. Bent er á að ef hakkarar komist yfir samfélagsmiðla sé best fyrir fólk að hafa beint samband við viðkomandi fyrirtæki og biðja um að reikningarnir séu opnaðir.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45 Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Arna Ýr á von á sínu fyrsta barni Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. 8. desember 2018 21:45
Kjóllinn sem tryggir þér sigur í Miss Universe Iceland Birta Abiba Þórhallsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á laugardagskvöldið. 2. september 2019 12:30
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30