Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 06:49 Færðin á Vestfjörðum á sjöunda tímanum. Vegagerðin Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag. Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag.
Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30