Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:00 Bjarni Benediktsson segir mikla blessun að enginn hafi farist í snjóflóðum gærkvöldsins. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23