Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:49 Frá Flateyri í nótt. Þar varð tjón á smábátum þegar flóðið úr Skollahvilft féll í höfnina. Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn. Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn.
Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04