Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2020 13:39 Drekkhlaðin loðnuskip koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug. Mynd/Óskar. Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans, sem birt var í gær. Þar er niðurstaðan sú að afleiðing loðnubrests kæmi harðast niður á Vestmannaeyjum, miðað við þær tekjur sem loðnuveiðar og vinnsla hafa verið að skila á síðustu árum. Útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Loðnuvertíðum hefur venjulega lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Því má ætla að ef allt færi á besta veg, og stórar loðnutorfur fyndust á allra næstu dögum, sem gæfu tilefni til að heimila veiðar, myndu vart gefast nema í mesta lagi fimmtíu til sextíu veiðidagar. Fyrir Vestmannaeyjar, sem er stærsta löndunarhöfnin, með 29 prósenta hlutdeild, gætu loðnuveiðar þannig þýtt yfir eitthundrað milljónir króna í tekjur á dag. Frá Vestmannaeyjahöfn.Mynd/Stöð 2. Neskaupstaður, með um þriðjung af íbúafjölda Vestmannaeyja, yrði fyrir hlutfallslega enn meira höggi. Hagfræðideild Landsbankans reiknast til að Norðfjörður hafi að meðaltali haft 2,9 milljarða króna útflutningstekjur af loðnuvertíð undanfarin ár. Það mætti umreikna í fimmtíu milljónir króna á dag, sem samfélagið þar á undir að loðnuleitarleiðangurinn, sem nú stendur yfir, hitti á vænar loðnutorfur næstu daga. Núgildandi veiðiregla gerir ráð fyrir að ekki megi leyfa veiðar nema stofnstærð loðnu mælist 400 þúsund tonn. Allt umfram það má veiða. Frá Norðfjarðarhöfn. Hákon EA að leggjast að bryggju.Stöð 2/Einar Árnason. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri Hafrannsóknastofnunar, kvaðst í viðtali við Stöð 2 við brottför rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar síðastliðinn mánudag ekki bjartsýnn á loðnuvertíð í ár en vildi þó lifa í voninni. Sjá hér: Lagðir af stað í loðnuleitina Í hagsjá Landsbankans er saga loðnuveiðanna rakin en engin veiðar voru í fyrra í fyrsta sinn frá því byrjað var að veiða loðnu hér við land árið 1963. „Frá því að veiðar á loðnu hófust árið 1963 hefur það ekki áður gerst að loðnubrestur kæmi til tvö ár í röð. Það hafa komið ár þar sem veiðar hafa verið afar litlar en ekki hefur það áður gerst að engin loðna hafi verið veidd eins og raun varð á í fyrra,“ segir í greiningu Landsbankans. „Það yrði mikill missir fyrir íslenskan sjávarútveg ef loðnan fyndist ekki í veiðanlegu magni á ný. Ekki bara vegna beinna útflutningstekna af loðnu heldur einnig vegna þess að hún er mikilvæg fæða fyrir ýmsar botnfisktegundir svo sem þorsk. Hvarf loðnu eða verulega minnkandi stofnstærð gæti því haft bein áhrif á stofnstærðir annarra tegunda og þannig dregið úr útflutningsverðmæti sjávarafurða frá landinu,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Fjallað var um loðnuleitina í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, sem sjá má hér:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Leitarskipin reyna nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. 17. janúar 2020 21:15