Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 14:30 Að vanda var annríki hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16