Nýársheiti: Af hverju þau klikka og leiðir til að viðhalda þeim Bergsveinn Ólafsson skrifar 1. janúar 2020 14:00 Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. Fasta, ketó, vegan, ekkert hveiti, vakna sex alla daga, hot yoga, crossift, einkaþjálfun, fitumæling, ísbað, þakklætislisti, hugleiðsla, lesa heila bók, betri starfsmaður, vinur og foreldri. Af hverju klikka nýársheiti? Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma. Ástæðan fyrir því er að fólk stefnir alltof hátt og setur óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Eftir allt sukkið um jólin ætlar fólk að sigra heiminn í byrjun janúar og það með hröðum hætti. Það er ekki líklegt til árangurs. Fólk verður að hafa varann á að mynda sér ekki nýársheiti sem eru gerð til að mistakast. Það er erfitt að temja sér nýjar venjur. Það er ekkert skemmtilegt til að byrja með því við þurfum að fórna einhverju sem við erum vön að gera og hefur gefið okkur ákveðið öryggi hingað til. Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig. Oft hefur verið rætt um viljastyrk í tengslum við að temja sér nýjar venjur. Margir semja við raunveruleikann og átta sig á að hugsanlega draga þeir frekari ávinninga seinna meir með því að fórna skammvinnu ánægjunni og þægindunum sem henni fylgja. Viljastyrkur virkar ekki eins vel fyrir aðra af því að tilfinningar trompa yfirleitt rökhugsunina. Það er erfiðara að mynda tengingu við fjarlægari verðlaun. Hreinn og beinn viljastyrkur er því oft alls ekki nóg. Sum nýársheiti eru byggð á engum grunni. Þar að leiðandi hafa margir ekki nógu góða ástæðu til að framfylgja þeim. Af hverju ætti maður að gera eitthvað nýtt og krefjandi ef það er ekki hluti af hver maður er eða hvert maður vill stefna? Þú þarft að vita ástæðuna fyrir þeim og minna þig á hana þegar þú dettur af sporinu.Myndaðu þér hæfilega krefjandi venjur sem þú átt raunverulegan möguleika á að viðhalda ef þú leggur hart að þér Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim. Veittu sjálfum þér athygli. Fylgstu með hvernig þér líður þegar þú gerir hlutina sem þú vilt hætta. Eru þeir virkilega þess virði? Eru þeir að færa þig nær þinni sýn eða skemma fyrir þér? Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast. Þú vilt heldur ekki stefna of lágt. Þú vilt skora sjálfan þig aðeins á hólm því annars verður ferðalagið ekkert spennandi. Mundu að lítil skref verða að stórum breytingum. Byrjaðu smátt. Fimmtán mínútna göngutúrinn verður eflaust að hálftíma skokki eftir hálft ár. Litla spínatklípan sem þú bætir við máltíðina þína í hádeginu gæti þakið diskinn þinn eftir ár. Þriggja mínútna hugleiðslan gæti orðið að tuttugu mínútum áður en þú veist af. Minnkaður símatími um hálftíma gæti orðið að klukkutíma símanotkun á dag. Finndu ástæðuna bakvið nýársheitin Þú þarft að vita hvert þú ert að stefna. Hvernig viltu að lífið þitt verði eftir hálft ár, ár, þrjú ár? Hvað viltu gera? Hver viltu verða? Sjáðu það fyrir þér. Eflaust viltu taka vinnu, skóla, heilsu, félagsleg tengsl og áhugamál inn í myndina. Næst er gott að vita af hverju þú vilt uppfylla þessa sýn. Þegar þú veist "af hverju" verður svokallaða "hvernig" auðveldara. Ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir verður miklu auðveldari þegar þú ert með skýra sýn á framtíðina. Þú ert líklegri til að gera það sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugast. Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum. Lokaskilaboð Að lokum langar mig að biðja þig um eitt. Ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur einungis þegar þú nærð markmiðunum þínum. Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum. Leiðin er krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. Á leiðinni tekst þú við áskoranir sem gera þig að betri einstakling í dag heldur en þú varst í gær. Þar finnurðu sannan tilgang með lífinu, sem er svo miklu betra en eintóm hamingja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Tvö þúsund og tuttugu er gengið í garð með öllum tilheyrandi látum. Flestir eru búnir sukka vel um jólin og ætla að fara rífa sig hressilega í gang í byrjun janúar. Fasta, ketó, vegan, ekkert hveiti, vakna sex alla daga, hot yoga, crossift, einkaþjálfun, fitumæling, ísbað, þakklætislisti, hugleiðsla, lesa heila bók, betri starfsmaður, vinur og foreldri. Af hverju klikka nýársheiti? Einn af hverjum fjórum einstaklingum standa enn við nýársheitin sín eftir þrjátíu daga og einungis átta prósent einstaklinga ná að festa þau til lengri tíma. Ástæðan fyrir því er að fólk stefnir alltof hátt og setur óraunhæfar kröfur á sjálfan sig. Eftir allt sukkið um jólin ætlar fólk að sigra heiminn í byrjun janúar og það með hröðum hætti. Það er ekki líklegt til árangurs. Fólk verður að hafa varann á að mynda sér ekki nýársheiti sem eru gerð til að mistakast. Það er erfitt að temja sér nýjar venjur. Það er ekkert skemmtilegt til að byrja með því við þurfum að fórna einhverju sem við erum vön að gera og hefur gefið okkur ákveðið öryggi hingað til. Skammvinna ánægjan sem fylgir gömlu venjunum hljómar miklu betur heldur en langvinna ánægjan sem þú færð við að fórna henni fyrir nýrri ákjósanlegri venjur. Það er erfiðara að taka framtíðina inn myndina þegar þú stendur í frammi fyrir ákvörðun þar sem þægindin í núverandi augnabliki er að öskra á þig. Oft hefur verið rætt um viljastyrk í tengslum við að temja sér nýjar venjur. Margir semja við raunveruleikann og átta sig á að hugsanlega draga þeir frekari ávinninga seinna meir með því að fórna skammvinnu ánægjunni og þægindunum sem henni fylgja. Viljastyrkur virkar ekki eins vel fyrir aðra af því að tilfinningar trompa yfirleitt rökhugsunina. Það er erfiðara að mynda tengingu við fjarlægari verðlaun. Hreinn og beinn viljastyrkur er því oft alls ekki nóg. Sum nýársheiti eru byggð á engum grunni. Þar að leiðandi hafa margir ekki nógu góða ástæðu til að framfylgja þeim. Af hverju ætti maður að gera eitthvað nýtt og krefjandi ef það er ekki hluti af hver maður er eða hvert maður vill stefna? Þú þarft að vita ástæðuna fyrir þeim og minna þig á hana þegar þú dettur af sporinu.Myndaðu þér hæfilega krefjandi venjur sem þú átt raunverulegan möguleika á að viðhalda ef þú leggur hart að þér Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður um venjurnar þínar þar sem þær gerast nánast flestar án þess að þú takir eftir þeim. Veittu sjálfum þér athygli. Fylgstu með hvernig þér líður þegar þú gerir hlutina sem þú vilt hætta. Eru þeir virkilega þess virði? Eru þeir að færa þig nær þinni sýn eða skemma fyrir þér? Þegar þú ert meðvitaður um venjurnar þínar og hvaða áhrif þær eru að hafa á þig er næsta skref að mynda sér nýjar venjur og skipta slæmum venjum út fyrir ákjósanlegri venjur. Þar er lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt. Ef þú ætlar að taka allt í gegn í einum rykk þá verða hlutirnir yfirþyrmandi og þér á eftir að mistakast. Þú vilt heldur ekki stefna of lágt. Þú vilt skora sjálfan þig aðeins á hólm því annars verður ferðalagið ekkert spennandi. Mundu að lítil skref verða að stórum breytingum. Byrjaðu smátt. Fimmtán mínútna göngutúrinn verður eflaust að hálftíma skokki eftir hálft ár. Litla spínatklípan sem þú bætir við máltíðina þína í hádeginu gæti þakið diskinn þinn eftir ár. Þriggja mínútna hugleiðslan gæti orðið að tuttugu mínútum áður en þú veist af. Minnkaður símatími um hálftíma gæti orðið að klukkutíma símanotkun á dag. Finndu ástæðuna bakvið nýársheitin Þú þarft að vita hvert þú ert að stefna. Hvernig viltu að lífið þitt verði eftir hálft ár, ár, þrjú ár? Hvað viltu gera? Hver viltu verða? Sjáðu það fyrir þér. Eflaust viltu taka vinnu, skóla, heilsu, félagsleg tengsl og áhugamál inn í myndina. Næst er gott að vita af hverju þú vilt uppfylla þessa sýn. Þegar þú veist "af hverju" verður svokallaða "hvernig" auðveldara. Ákvörðunin að fórna skammvinnri ánægju fyrir langvinnri ánægju seinna meir verður miklu auðveldari þegar þú ert með skýra sýn á framtíðina. Þú ert líklegri til að gera það sem hefur tilgang en ekki það sem er hentugast. Þú vilt hafa áætlun um hvernig þú ætlar að láta sýnina verða að veruleika. Það eru skrefin sem þú sinnir daglega og það sem lífið snýst um. Það eru í rauninni nýársheitin. Síðan þarf að koma auga á mögulegar hindranir á leiðinni og finna lausnir við þeim. Þar á eftir fylgistu með sjálfum þér framfylgja áætluninni og uppfærir hana eftir þínum þörfum. Lokaskilaboð Að lokum langar mig að biðja þig um eitt. Ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur einungis þegar þú nærð markmiðunum þínum. Allir dagarnir sem þú ert að bíða eru nefnilega það sem lífið snýst um. Hugsanlega er hamingjan að finna á leiðinni upp fjallið en ekki í skammri ánægjutilfinningu á toppnum. Leiðin er krefjandi en hún gefur sönn verðlaun. Á leiðinni tekst þú við áskoranir sem gera þig að betri einstakling í dag heldur en þú varst í gær. Þar finnurðu sannan tilgang með lífinu, sem er svo miklu betra en eintóm hamingja.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun