Íslendingar tóku þátt í greftri lengstu og dýpstu bílaganga heims undir sjó Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 21:30 Göngin eru með tveir akreinar í hvora átt og með bláan gervihimin á löngum köflum. Mynd/Statens Vegvesen, Noregi. Norðmenn hafa tekið í notkun lengstu og dýpstu neðansjávarbílagöng heims. Tugir Íslendinga unnu að verkefninu á vegum ÍAV, en systurfélag þess var aðalverktaki. Fjallað var um göngin í fréttum Stöðvar 2. Göngin liggja undir Boknafjörð milli Stafangurs og Sólbakka í Ryfylki og voru opnuð fyrir umferð daginn fyrir gamlársdag, þann 30. desember. Gervihiminn er hafður í loftinu en göngin eru 14,4 kílómetrar á lengd og ná 292 metra undir yfirborð sjávar, sem gerir þau að lengstu og dýpstu bílagöngum heims undir sjó. Til samanburðar ná Hvalfjarðargöng 165 metra undir yfirborð og eru 5,7 kílómetra löng. Við gangamunna Sólbakkamegin. Þetta eru í raun tvenn samliggjandi göng.Mynd/Statens Vegvesen. Ryfylkisgöngin eru fjögurra akreina, með tvær akreinar í hvora átt, og kostuðu 8,1 milljarð norskra króna, andvirði 112 milljarða íslenskra króna. Vegtollum er ætlað að greiða þrjá fjórðu hluta kostnaðar en veggjald fyrir staka ferð fólksbíls er um 1.600 krónur íslenskar. Íslendingar áttu stóran þátt í gerð ganganna undir stjórn Gísla Þórs Guðjónssonar, þáverandi staðarstjóra ÍAV, en systurfélag Íslenskra aðalverktaka í Noregi, Marti IAV, var aðalverktaki. Framkvæmdir hófust árið 2012 og unnu tugir Íslendinga að gangagerðinni framan af en þeim fækkaði eftir að íslenski markaðurinn fór að rétta úr kútnum, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, forstjóra ÍAV. Nokkrir Íslendingar unnu þó að verkinu allt til loka. Því var fagnað í desember 2015 þegar göngin náðu þeim áfanga að verða dýpstu neðansjávargöng heims, 292 metrar undir sjávarmáli. Þessi mynd var þá tekin þegar Gísli Þór Guðjónsson, staðarstjóri ÍAV, og Gunnar Eiterjord frá norsku Vegagerðinni, Statens Vegvesen, skáluðu í óáfengu kampavíni fyrir tímamótunum.Mynd/Statens Vegvesen. Norðmenn eru raunar að grafa önnur og ennþá lengri og dýpri neðansjávargöng, Rogfastgöngin, sem verða 27 kílómetra löng og 392 metra djúp. Þau verða undir Boknafjörð utanverðan og tengja Stafangur við eyjarnar Kvitsey og Bokn. Þau eiga að verða tilbúin árið 2026.Sjá hér nánar: Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð Með þeim verður komið á ferjulausri vegtengingu milli Stafangurs og Haugasunds, sem er liður í því verkefni stjórnvalda að gera þjóðveginn um vesturströnd Noregs, E-39, ferjulausan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Íslendingar erlendis Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45 Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Norðmenn hafa tekið í notkun lengstu og dýpstu neðansjávarbílagöng heims. Tugir Íslendinga unnu að verkefninu á vegum ÍAV, en systurfélag þess var aðalverktaki. Fjallað var um göngin í fréttum Stöðvar 2. Göngin liggja undir Boknafjörð milli Stafangurs og Sólbakka í Ryfylki og voru opnuð fyrir umferð daginn fyrir gamlársdag, þann 30. desember. Gervihiminn er hafður í loftinu en göngin eru 14,4 kílómetrar á lengd og ná 292 metra undir yfirborð sjávar, sem gerir þau að lengstu og dýpstu bílagöngum heims undir sjó. Til samanburðar ná Hvalfjarðargöng 165 metra undir yfirborð og eru 5,7 kílómetra löng. Við gangamunna Sólbakkamegin. Þetta eru í raun tvenn samliggjandi göng.Mynd/Statens Vegvesen. Ryfylkisgöngin eru fjögurra akreina, með tvær akreinar í hvora átt, og kostuðu 8,1 milljarð norskra króna, andvirði 112 milljarða íslenskra króna. Vegtollum er ætlað að greiða þrjá fjórðu hluta kostnaðar en veggjald fyrir staka ferð fólksbíls er um 1.600 krónur íslenskar. Íslendingar áttu stóran þátt í gerð ganganna undir stjórn Gísla Þórs Guðjónssonar, þáverandi staðarstjóra ÍAV, en systurfélag Íslenskra aðalverktaka í Noregi, Marti IAV, var aðalverktaki. Framkvæmdir hófust árið 2012 og unnu tugir Íslendinga að gangagerðinni framan af en þeim fækkaði eftir að íslenski markaðurinn fór að rétta úr kútnum, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, forstjóra ÍAV. Nokkrir Íslendingar unnu þó að verkinu allt til loka. Því var fagnað í desember 2015 þegar göngin náðu þeim áfanga að verða dýpstu neðansjávargöng heims, 292 metrar undir sjávarmáli. Þessi mynd var þá tekin þegar Gísli Þór Guðjónsson, staðarstjóri ÍAV, og Gunnar Eiterjord frá norsku Vegagerðinni, Statens Vegvesen, skáluðu í óáfengu kampavíni fyrir tímamótunum.Mynd/Statens Vegvesen. Norðmenn eru raunar að grafa önnur og ennþá lengri og dýpri neðansjávargöng, Rogfastgöngin, sem verða 27 kílómetra löng og 392 metra djúp. Þau verða undir Boknafjörð utanverðan og tengja Stafangur við eyjarnar Kvitsey og Bokn. Þau eiga að verða tilbúin árið 2026.Sjá hér nánar: Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð Með þeim verður komið á ferjulausri vegtengingu milli Stafangurs og Haugasunds, sem er liður í því verkefni stjórnvalda að gera þjóðveginn um vesturströnd Noregs, E-39, ferjulausan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Íslendingar erlendis Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45 Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45
Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00