Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 11:30 Brennandi bílflak eftir loftárás Bandaríkjamanna á bílalest Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins. AP/forsætisráðuneyti Íraks Erlendir þjóðarleiðtogar óttast að morð Bandaríkjahers á Qassem Soleimani, einum æðsta yfirmanni íranska byltingarvarðarins, eigi eftir að leiða til frekari ófriðar. Frambjóðendur og forsvarsmenn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum vara við að það stefni lífi bandarískra her- og embættismanna í Miðausturlöndum í hættu. Írönsk stjórnvöld segjast ætla að hefna Solemani grimmilega. Bandarískir drónar skutu eldflaugum að bílalest Soleimani, yfirmanns Quds-sérsveitar íranska byltingarvarðarins, á flugvelli í Bagdad í Írak í nótt. Talið er að Soleimani hafi látist samstundist. Auk hans féll Abu Mahdi al-Muhandis, næstráðandi írösku hersveitanna sem nefna sig Lýðaðgerðasveitirnar og njóta stuðnings íranskra stjórnvalda, og fjórir aðrir. „Við vöknum nú í hættulegri heimi. Hernaðarleg stigmögnun er alltaf hættuspil,“ segir Amelie de Montchalin, aðstoðarutanríkisráðherra Frakklands, um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Hún sagði að Emmanuel Macron, forseti, og utanríkisráðherra hans, ynni að því að lægja öldurnar á bak við tjöldin. Stjórnvöld í Kína lýsa miklum áhyggjum af atburðunum og hvetja til þess að friður í Miðausturlöndum verði haldinn. „Við hvetjum alla málsaðila, sérstaklega Bandaríkin, til þess að halda stillingu og ró og forðast frekar stigmögnun,“ segir Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Rússar, einir helstu bandamenn Írana, lýsa morðinu á Soleimani sem „ævintýramennsku sem muni leiða til vaxandi spennu um gervallan heimshlutann“. Morðinu á Soleimani var mótmælt í Teheran, höfuðborg Írans. Á sama tíma var fagnað í Írak en hersveitir undir verndarvæng Soleimani hafa skotið og drepið mótmælendur þar í landi undanfarnar vikur. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í dag. Írönsk stjórnvöld hafa heitið grimmilegum hefndum.AP/Vahid Salemi Telja forsetann skulda þjóðinni skýringar Í Bandaríkjunum hefur morðið vakið blendnar tilfinningar. Repúblikanar hafa fagnað því að Soleimani, sem bandarísk stjórnvöld hafa sakað um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna í gegnum tíðina, sé allur og margir demókratar sömuleiðis. „Vá, gjaldið fyrir að myrða og særa Bandaríkjamenn hefur hækkað verulega. Mikið áfall fyrir írönsku stjórnina sem hefur blóð Bandaríkjamanna á höndum sér. Soleimani var einn vægðarlausasti og grimmasti liðsmaður ríkisstjóran æjatollans. Hann hafði bandarískt blóð á höndum sér,“ tísti Lindsey Graham, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og einn nánasti bandamaður Donalds Trump forseta í Repúblikanaflokknum. Þakkaði Graham jafnframt Trump forseta fyrir að heimila morðið á Soleimani. Bandaríska varnarmálaráðuneytið fullyrti í yfirlýsingu að Soleimani hefði verið ráðinn af dögum vegna þess að hann hefði lagt á ráðin um að ráðast á bandaríska erindreka og hermenn í Írak og víðar í heimshlutanum. Wow - the price of killing and injuring Americans has just gone up drastically. Major blow to Iranian regime that has American blood on its hands. Soleimani was one of the most ruthless and vicious members of the Ayatollah's regime. He had American blood on his hands.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 3, 2020 Kevin McCarthy, leiðtogi minnihluta repúblikana í fulltrúadeildinni, fullyrti að Soleimani hefði verið hryðjuverkamaður. Trump og bandarískir hermenn hefðu minnt Írani á að þeir gætu ekki ráðist á Bandaríkjamenn að refsilausu. Demókratar hafa þó efasemdir um ágæti ákvörðunar Trump um að færa ófrið við Írani upp á þetta stig. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári, sakaði Trump um að varpa „dýnamítstöng inn í púðurdós“. „Hann skuldar bandarísku þjóðinni skýringar á hernaðaráætluninni um hvernig á að tryggja öryggi her- og sendiráðsliðs okkar, fólksins okkar og hagsmuna, bæði hér heima og erlendis og bandamanna okkar um allan heimshlutann og víðar,“ sagði Biden. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði morðið auka hættuna á frekara ofbeldi. Trump hefði tekið ákvörðun um árásina í Bagdad án þess að leita lagaheimildar. „Þar að auki var ráðist í þessa aðgerð án þess að þingið væri haft með í ráðum,“ sagði Pelosi. Deilurnar hörðnuðu eftir uppsögn kjarnorkusamningsins Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast allt frá því að Trump forseti dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi heimsveldanna við landið í maí árið 2018. Samningurinn var gerður í tíð Baracks Obama, forvera Trump, og átti að tryggja að Íranir þróuðu ekki kjarnavopn. Í staðinn var viðskiptaþvingunum sem hafa sligað efnahag Írans aflétt. Í maí sendi Bandaríkjastjórn flugmóðurskip til Persaflóa vegna óskilgreindrar ógnar sem hún sagði stafa af Íran. Skömmu síðar mögnuðust deilurnar þegar stjórnvöld í Washington kenndu Írönum um sprengingar á olíuflutningaskipum sem sigldu um Hormússund. Íranir neituðu ábyrgð en lögðu hald á olíuflutningaskip eftir að íranskt skip var stöðvað við Gíbraltar. Þá skutu Íranir niður bandarískan njósnadróna. Ríkin deildu um hvort dróninn hefði verið á ferð innan írönsku lofthelginnar eða ekki. Bandaríkin kenndu Íran einnig um árás á sádiarabíska olíulind í september. Nú síðast gerði Bandaríkjaher loftárásir á hersveitir sem njóta stuðnings Írans í Írak en þær hafa undanfarið staðið fyrir eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar. Liðsmenn sveitarinnar réðust á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í kjölfarið. Fyrrum þjóðaröryggissérfræðingar ríkisstjórnar Obama hafa deilt hart á það sem þeir hafa kallað stefnuleysi Trump gagnvart Íran. Hann hafi rift kjarnorkusamningnum með þeim afleiðingum að Íranir séu nú aftur teknir til við kjarnorkuáætlun sína sem samningum var ætlað að stöðva. „Yfirlýst markmið stefnu Trump var að vinda ofan af kjarnorkuáætlun Írans og ögrunum þeirra í heimshlutanum. Hvoru tveggja hefur færst í aukana eftir að hann sagði skilið við kjarnorkusamninginn og líklega bætir enn í,“ tísti Ben Rhodes, þjóðaröryggisráðgjafinn í tíð Obama. Rhodes segir skýringar varnarmálaráðuneytisins um að Soleimani hafi verið drepinn vegna þess að hann hugði á árásir á Bandaríkjamenn þversagnarkenndar. Morðið sjálft stefni lífum Bandaríkjamanna í hættu. The stated goal of Trump's policy was to rollback Iran's nuclear program and regional provocations. Both have accelerated since he left the Iran Deal, and are likely to accelerate further.— Ben Rhodes (@brhodes) January 3, 2020 Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum í tíð Obama, lýsir áhyggjum sínum af því að Trump sé ekki undir það búinn að takast á við ástandið þar sem hann hafi grafið undan þjóðaröryggisráði sínu. „Trump er umkringdur höfðingjasleikjum (því hann hefur rekið þá sem andæfðu). Hann hefur hreinsað út sérfræðinga í málefnum Írans. Hann hefur lagt niður ferla innan þjóðaröryggisráðsins um að fara yfir viðbragðsáætlanir. Það er litið á hann sem lygara um allan heim. Þetta verður líklegt mjög ljótt mjög fljótt,“ tísti Power. A flag is not a strategy. Trump is surrounded by sycophants (having fired those who've dissented). He has purged Iran specialists. He has abolished NSC processes to review contingencies. He is seen as a liar around the world. This is likely to get very ugly very quickly. https://t.co/UV4o0uWVfe— Samantha Power (@SamanthaJPower) January 3, 2020 Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Erlendir þjóðarleiðtogar óttast að morð Bandaríkjahers á Qassem Soleimani, einum æðsta yfirmanni íranska byltingarvarðarins, eigi eftir að leiða til frekari ófriðar. Frambjóðendur og forsvarsmenn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum vara við að það stefni lífi bandarískra her- og embættismanna í Miðausturlöndum í hættu. Írönsk stjórnvöld segjast ætla að hefna Solemani grimmilega. Bandarískir drónar skutu eldflaugum að bílalest Soleimani, yfirmanns Quds-sérsveitar íranska byltingarvarðarins, á flugvelli í Bagdad í Írak í nótt. Talið er að Soleimani hafi látist samstundist. Auk hans féll Abu Mahdi al-Muhandis, næstráðandi írösku hersveitanna sem nefna sig Lýðaðgerðasveitirnar og njóta stuðnings íranskra stjórnvalda, og fjórir aðrir. „Við vöknum nú í hættulegri heimi. Hernaðarleg stigmögnun er alltaf hættuspil,“ segir Amelie de Montchalin, aðstoðarutanríkisráðherra Frakklands, um aðgerðir Bandaríkjahers í Írak. Hún sagði að Emmanuel Macron, forseti, og utanríkisráðherra hans, ynni að því að lægja öldurnar á bak við tjöldin. Stjórnvöld í Kína lýsa miklum áhyggjum af atburðunum og hvetja til þess að friður í Miðausturlöndum verði haldinn. „Við hvetjum alla málsaðila, sérstaklega Bandaríkin, til þess að halda stillingu og ró og forðast frekar stigmögnun,“ segir Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins. Rússar, einir helstu bandamenn Írana, lýsa morðinu á Soleimani sem „ævintýramennsku sem muni leiða til vaxandi spennu um gervallan heimshlutann“. Morðinu á Soleimani var mótmælt í Teheran, höfuðborg Írans. Á sama tíma var fagnað í Írak en hersveitir undir verndarvæng Soleimani hafa skotið og drepið mótmælendur þar í landi undanfarnar vikur. Morðinu á Soleimani var mótmælt á götum Teheran í dag. Írönsk stjórnvöld hafa heitið grimmilegum hefndum.AP/Vahid Salemi Telja forsetann skulda þjóðinni skýringar Í Bandaríkjunum hefur morðið vakið blendnar tilfinningar. Repúblikanar hafa fagnað því að Soleimani, sem bandarísk stjórnvöld hafa sakað um að bera ábyrgð á dauða hundruð bandarískra hermanna í gegnum tíðina, sé allur og margir demókratar sömuleiðis. „Vá, gjaldið fyrir að myrða og særa Bandaríkjamenn hefur hækkað verulega. Mikið áfall fyrir írönsku stjórnina sem hefur blóð Bandaríkjamanna á höndum sér. Soleimani var einn vægðarlausasti og grimmasti liðsmaður ríkisstjóran æjatollans. Hann hafði bandarískt blóð á höndum sér,“ tísti Lindsey Graham, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og einn nánasti bandamaður Donalds Trump forseta í Repúblikanaflokknum. Þakkaði Graham jafnframt Trump forseta fyrir að heimila morðið á Soleimani. Bandaríska varnarmálaráðuneytið fullyrti í yfirlýsingu að Soleimani hefði verið ráðinn af dögum vegna þess að hann hefði lagt á ráðin um að ráðast á bandaríska erindreka og hermenn í Írak og víðar í heimshlutanum. Wow - the price of killing and injuring Americans has just gone up drastically. Major blow to Iranian regime that has American blood on its hands. Soleimani was one of the most ruthless and vicious members of the Ayatollah's regime. He had American blood on his hands.— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) January 3, 2020 Kevin McCarthy, leiðtogi minnihluta repúblikana í fulltrúadeildinni, fullyrti að Soleimani hefði verið hryðjuverkamaður. Trump og bandarískir hermenn hefðu minnt Írani á að þeir gætu ekki ráðist á Bandaríkjamenn að refsilausu. Demókratar hafa þó efasemdir um ágæti ákvörðunar Trump um að færa ófrið við Írani upp á þetta stig. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári, sakaði Trump um að varpa „dýnamítstöng inn í púðurdós“. „Hann skuldar bandarísku þjóðinni skýringar á hernaðaráætluninni um hvernig á að tryggja öryggi her- og sendiráðsliðs okkar, fólksins okkar og hagsmuna, bæði hér heima og erlendis og bandamanna okkar um allan heimshlutann og víðar,“ sagði Biden. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði morðið auka hættuna á frekara ofbeldi. Trump hefði tekið ákvörðun um árásina í Bagdad án þess að leita lagaheimildar. „Þar að auki var ráðist í þessa aðgerð án þess að þingið væri haft með í ráðum,“ sagði Pelosi. Deilurnar hörðnuðu eftir uppsögn kjarnorkusamningsins Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur stigmagnast allt frá því að Trump forseti dró Bandaríkin út úr kjarnorkusamningi heimsveldanna við landið í maí árið 2018. Samningurinn var gerður í tíð Baracks Obama, forvera Trump, og átti að tryggja að Íranir þróuðu ekki kjarnavopn. Í staðinn var viðskiptaþvingunum sem hafa sligað efnahag Írans aflétt. Í maí sendi Bandaríkjastjórn flugmóðurskip til Persaflóa vegna óskilgreindrar ógnar sem hún sagði stafa af Íran. Skömmu síðar mögnuðust deilurnar þegar stjórnvöld í Washington kenndu Írönum um sprengingar á olíuflutningaskipum sem sigldu um Hormússund. Íranir neituðu ábyrgð en lögðu hald á olíuflutningaskip eftir að íranskt skip var stöðvað við Gíbraltar. Þá skutu Íranir niður bandarískan njósnadróna. Ríkin deildu um hvort dróninn hefði verið á ferð innan írönsku lofthelginnar eða ekki. Bandaríkin kenndu Íran einnig um árás á sádiarabíska olíulind í september. Nú síðast gerði Bandaríkjaher loftárásir á hersveitir sem njóta stuðnings Írans í Írak en þær hafa undanfarið staðið fyrir eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar. Liðsmenn sveitarinnar réðust á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í kjölfarið. Fyrrum þjóðaröryggissérfræðingar ríkisstjórnar Obama hafa deilt hart á það sem þeir hafa kallað stefnuleysi Trump gagnvart Íran. Hann hafi rift kjarnorkusamningnum með þeim afleiðingum að Íranir séu nú aftur teknir til við kjarnorkuáætlun sína sem samningum var ætlað að stöðva. „Yfirlýst markmið stefnu Trump var að vinda ofan af kjarnorkuáætlun Írans og ögrunum þeirra í heimshlutanum. Hvoru tveggja hefur færst í aukana eftir að hann sagði skilið við kjarnorkusamninginn og líklega bætir enn í,“ tísti Ben Rhodes, þjóðaröryggisráðgjafinn í tíð Obama. Rhodes segir skýringar varnarmálaráðuneytisins um að Soleimani hafi verið drepinn vegna þess að hann hugði á árásir á Bandaríkjamenn þversagnarkenndar. Morðið sjálft stefni lífum Bandaríkjamanna í hættu. The stated goal of Trump's policy was to rollback Iran's nuclear program and regional provocations. Both have accelerated since he left the Iran Deal, and are likely to accelerate further.— Ben Rhodes (@brhodes) January 3, 2020 Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum í tíð Obama, lýsir áhyggjum sínum af því að Trump sé ekki undir það búinn að takast á við ástandið þar sem hann hafi grafið undan þjóðaröryggisráði sínu. „Trump er umkringdur höfðingjasleikjum (því hann hefur rekið þá sem andæfðu). Hann hefur hreinsað út sérfræðinga í málefnum Írans. Hann hefur lagt niður ferla innan þjóðaröryggisráðsins um að fara yfir viðbragðsáætlanir. Það er litið á hann sem lygara um allan heim. Þetta verður líklegt mjög ljótt mjög fljótt,“ tísti Power. A flag is not a strategy. Trump is surrounded by sycophants (having fired those who've dissented). He has purged Iran specialists. He has abolished NSC processes to review contingencies. He is seen as a liar around the world. This is likely to get very ugly very quickly. https://t.co/UV4o0uWVfe— Samantha Power (@SamanthaJPower) January 3, 2020
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“