Engin áhrif á bensínverð hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 12:00 Mótmælendur í Íran bregðast við árásinni með því að eyðileggja bandaríska fánann. AP/Vahid Salemi Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann. Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Engin hreyfing hefur orðið á bensínverði hér á landi í kjölfar þess að Bandaríkin réðu einn valdamesta mann í Íran af dögum í nótt. Framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs segir heimsmarkaðsverð þó hafa tekið kipp og sveiflan á bilinu 3-5 prósent sem sé greinilega vegana atburða næturinnar. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Var hann ráðinn af dögum í drónaárás í Bagdad, höfuðborg Írak. Donald Trump fyrirskipaði árásina og fagnar niðurstöðunni á Twitter. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, segir að morðinu verði hefnt á grimmilegan hátt. Þá lýsti hann einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu Bandarískir fjölmiðlar greina frá töluverðri hækkun á bensínverði þar í landi. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs, segir fyrirtækið raunar hafa lækkað verðið lítillega í morgun í framhaldi af hækkunum um áramótin vegna skattahækkun. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Þórður segir það aldrei góðs viti fyrir bensínverð þegar atburðir á borð við þessa gerast í Mið-Austurlöndum. „Ég held að íslenski markaðurinn þurfi í augnablikinu ekki að hafa stórar áhyggjur,“ segir Þórður. Ekki eins og markaðurinn sé að hreyfast nú. Miðað við það eru áhrif vegna skattahækkunar hér heima meiri. „En svo veistu ekkert hvað gerist.“ Verðið sé almennt á uppleið en heimsmarkaðsverðið hafi verið að ýtast upp undnafarnar vikur og mánuði. Þar komi meðal annars til breytingar á reglum um svartolíu en frá áramótum megi brennisteinsinnihald ekki vera meira en 0,5 prósent. Hámarkaði var áður 3,5 prósent. Áhrif vegna breytinganna sem tóku gildi um áramótin hafi verið farin að sjást seint á nýliðnu ári. Bensínverð á landinu er víðast hvar á bilinu 232-243 krónur á lítrann.
Bensín og olía Íran Tengdar fréttir Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30