Telja ofveiði rostunga hafa átt þátt í hvarfi norrænna byggða á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 10:40 Beinagrind úr rostungi. Skögultennurnar voru munaðarvara á miðöldum og notaðar til að skera út skrautmuni. Vísir/Getty Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star. Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Ofveiði á rostungum fyrir skögultennur þeirra gæti hafa átt þátt í hruni og hvarfi byggða norrænna manna á Grænlandi á 15. öld. Rannsókn á rostungabeinum í Evrópu bendir til þess að bein frá Grænlandi hafi verið allsráðandi á markaði með fílabein um nokkurra alda skeið. Ólíkar kenningar hafa verið um hvers vegna byggð norrænna manna á Suðvestur-Grænlandi, sem Eiríkur rauði átti að hafa stofnað undir lok 10. aldar, lagðist af. Byggðin leið undir lok á 15. öld og hefur það meðal annars verið tengt við tímabunda loftslagskólnun í Evrópu og Norður-Ameríku sem nefnd hefur verið litla-ísöld, ósjálfbæran landbúnað og jafnvel svartadauða. Vísbendingar eru um að íslenskir landnámsmenn hafi útrýmt rostungastofni hér á landi og leiddar hafa verið líkur að því að það hafi orðið hvatinn að landnám norrænna manna á Grænlandi. Vísindamenn frá háskólunum í Cambridge, Osló og Þrándheimi rekja hvarf byggðanna til þess að norrænir menn gengu of nærri rostungastofninum á Grænlandi í nýrri rannsókn sem þeir gerðu á höfuðkúpum rostunga sem fylgdu beinunum þegar þau voru flutt til Evrópu fyrr á öldum. Erfðaefni og ísótópar í beinunum vörpuðu ljósi á kyn og uppruna dýranna sem voru veidd. Rostungabein var verðmæt vara í miðöldum og var líkt og fílabein notað til að skera út skrautmuni og taflmenn. Vísindamennirnir telja að grænlenskt rostungabein hafi verið ráðandi á þeim markaði í mörg hundruð ár. Fílabein frá Afríku tók yfir evrópska markaðinn á 13. öld og segja vísindamennirnir að litlar vísbendingar séu um innflutning á rostungabeini til meginlands Evrópu eftir árið 1400. Lækkandi verð og lengri veiðiferðir Rannsóknin bendir til þess að með tímanum hafi rostungabeinin komið úr minni dýrum en áður, oft kvendýrum, og að þau hafi verið veidd norðar, í Baffinsflóa á milli Vestur-Grænlands og austanverðs Kanada. Það er talið vísbending um að veiðimennirnir á Grænlandi hafi þurft að leggja í lengri og hættulegri leiðangra til að afla beinanna og fyrir minni ávinning en áður. „Norrænir Grænlendingar þurftu að stunda viðskipti við Evrópu til að fá járn og timbur og þeir höfðu aðallega rostungavörur til að skipta. Okkur grunar að lækkandi verð á rostungabeini í Evrópu þýddi að fleiri og fleiri bein voru tekin til að halda lífinu í grænlensku nýlendunum,“ segir James H. Barrett frá fornleifafræðideild Cambridge-háskóla í tilkynningu frá skólanum. Ofveiðarnar þýddu að menn þurftu að leita sífellt norðar til að veiða rostunga. Þannig hafi rostungastofninum hnignað enn frekar og á sama tíma byggðunum sem reiddu sig á veiðarnar. Bastiaan Star, meðhöfundur greinar í vísindaritinu Quaternary Science Reviews um rannsóknina frá Háskólanum í Osló, segir að þó að fleira hafi átt þátt í hruni byggða norrænna manna á Grænlandi þá hafi hnignun rostungastofnsins og verðhrun á beinunum í Evrópu grafið undan þeim. „Rannsókn okkar bendir til þess að örlögin hafi verið ráðin,“ segir Star.
Grænland Tengdar fréttir Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00