„Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 10:00 Þorvaldur Orri Árnason fagnar með reynsluboltum KR-liðsins. Skjámynd/S2 Sport Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Reynslubolti og ungur pjakkur voru mikilvægir fyrir KR-liðið í sigri í Grindavík í fyrsta leik Íslandsmeistarana á árinu 2020. Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu þeirra Brynjars Þórs Björnssonar og Þorvaldar Orra Árnasonar í sigrinum í Mustad-höllinni á sunnudagskvöldið. KR-liðið var án margra lykilmanna í leiknum á móti Grindavík og því skipti það miklu máli að fá 22 stig og sjö þrista frá reynsluboltanum Brynjari Þór Björnssyni sem og að fá 10 stig frá hinum sautján ára gamla Þorvaldi Orra Árnasyni. „Brynjar Þór Björnsson dróg vagninn fyrir sína menn og var mjög sterkur. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara á þessu tímabili en núna þegar hinir stóru leikmennirnir voru frá þá steig hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og beindi orðum sínum til Sævars Sævarssonar. „Það er auðvelt að sitja heima í stofu og hugsa af hverju er hann ekki að spila betur. Þú ert með níu til tíu leikmenn í liðinu þínu sem allir eru vanir því að vera með mikla ábyrgð og þá er kannski erfitt að finna rétta rytmann.“ sagði Sævar Sævarsson. „Það getur verið að það hafi hentað Brilla rosalega vel að þeir voru fáir og hann þurfti hreinlega að bera ábyrgð. Mennirnir sem voru með honum í liði voru líka að leita meira að honum í þessum leik en þeir eru búnir að vera að gera þegar allir geta skotið og boltinn er kannski að flæða of mikið,“ sagði Sævar. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu líka um hinn sautján ára gamla Þorvald Orra Árnason. „Hann er mjög efnilegur. Þegar hann hefur fengið sjensinn þá hefur hann virkilega gripið hann. Hann greip sjensinn all svakalega í þessum leik. Mér sýnist að hann hafi verið pínulítið hress með það sjálfur,“ sagði Hermann Hauksson. „Hann var með frábærar tölur og var öruggir í því sem hann gerði. Svo spilaði hann líka góða vörn,“ sagði Hermann. „Við þurfum að fylgjast með þessum og það er líka ástríða í honum líka. Hann skipti líka greinilega miklu máli og við sáum reynsluboltana koma inn á völlinn til að fagna honum,“ sagði Teitur Örlygsson. Það má sjá allt innslagið um KR hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Brilli og Þorri í stuði í Grindavík
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira